Sakar Bjarkeyju um skeytingarleysi

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir Bjarkeyju …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur feta í spor Svandísar Svavarsdóttur.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra feta í spor Svandísar Svavarsdóttur með því að tálma lögmæta atvinnustarfsemi með töfum á útgáfu leyfis til hvalveiða og segir ríkið geta verið bótaskylt.

Í ítarlegum pistli á vef SFS rekur hún málsmeðferð í tengslum við veiðileyfi Hvals hf. og segir „óháð því hvort fólk sé hlynnt eða andvígt veiðum á langreyðum, þá hljóta allir að skilja mikilvægi þess að lög og stjórnarskrárvarin réttindi séu virt og að eftir þeim sé farið.“

Rifjar hún upp þá skoðun lagaprófessorsins Sigurðar Líndal að Íslendingar ættu frekar að byrja á því að fara eftir stjórnarskránni áður en farið væri í að breyta henni.

„Þessi skynsama athugasemd Sigurðar Líndal hefur skotið upp í huga mér þegar litið er til ákvarðana tveggja ráðherra um að tálma með ólögmætum hætti lögmæta atvinnustarfsemi tengda hvalveiðum,“ segir Heiðrún.

Bendir hún á að Umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöður að fyrrverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, braut gegn stjórnarskrárvörðum rétti Hvals þegar hún tók „fordæma- og fyrirvaralausa ákvörðun“ um að fresta upphaf hvalveiðivertíðarinnar í fyrra með dags fyrirvara. Hefur ríkislögmaður fengið það verkefni að meta umfang bótaskyldu ríkisins vegna þeirrar ákvörðunar.

„Nýr matvælaráðherra hefur nú fetað í spor fyrri matvælaráðherra og tálmað lögmætan atvinnurekstur Hvals. Líkt og ráðherra lét sjálfur hafa eftir sér bar honum lögum samkvæmt að gefa út leyfi til veiðanna. Löggjafinn hafði með öðrum orðum lagt á hann þá skýru athafnaskyldu að gefa út leyfi til veiða. Og það gerði og ráðherrann, en aðeins til málamynda. Leyfið var gefið út með þannig skilyrðum að það nýtist ekki leyfishafanum. Öllum má vera ljóst að þannig komast ráðherrar ekki hjá því að virða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna.“

Augljóst ólögmæti

„Heimildir manna til að stunda áfram þau störf sem þeir hafa tekið upp og byggja fjárhagslega afkomu á njóta bæði verndar atvinnufrelsisákvæðis 75. gr. stjórnarskrár og eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrár. Oft er um að ræða störf sem menn hafa fengið sérstakt leyfi stjórnvalda til að stunda eða hafa sérstaka opinbera löggildingu til. Um þetta fjallaði Björg Thorarensen, hæstaréttardómari og fyrrum lagaprófessor, meðal annars í ritinu Stjórnskipunarréttur – Mannréttindi,“ skrifar Heiðrún.

Vekur hún athygli á því að Hvalur hafi uppfyllt öll skilyrði sem lög leggja á þá sem hyggjast stunda hvalveiðar, enda hafi félagið verið með slíkt leyfi um árabil. Í ljósi þessa hafði Hvalur réttmætar væntingar um útgáfu leyfis vegna hvalveiðitímabilsins í ár þar sem engar breytingar hafa verið gerðar á lögum er snúa að hvalveiðum. Jafnframt hefur ekkert breyst sem kalli á breytta málsmeðferð auk þess sem öll gögn hafi legið fyrir tímanlega og því engin ástæða til að tefja útgáfu leyfisins.

Telur Heiðrún Lind ljóst að ákvörðun Bjarkeyjar um að veita ekki leyfi til lengri tíma en eins árs hafi verið ólögmæt.

Óeðlilegar tafir

„Ekki verður hjá því komist að líta einnig til þess að tafir á afgreiðslu leyfis urðu þess valdandi að Hvalur gat ekki nýtt það leyfi sem félagið hafði væntingar um að yrði gefið út. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skulu ákvarðanir í málum teknar svo fljótt sem unnt er. Í þessu felst áskilnaður um að aldrei megi vera um óréttlættan drátt á afgreiðslu máls að ræða.“

Heiðrún Lind fullyrðir að engin réttaróvissa hafi verið í málinu og bar ráðherra því að gefa út leyfi til veiða á langreyðum. Vísar hún meðal annars til yfirlýsingar Bjarkeyjar þess efnis.

„Þegar af þeim sökum er ekkert sem réttlætt getur málsmeðferð sem telur tæplega fimm mánuði. […] Í þessu samhengi má hafa í huga að ríkið getur bakað sér bótaábyrgð þegar óréttmætar tafir verða á afgreiðslu mála, s.s. þegar tafir valda því að málsaðili verður sannanlega fyrir fjártjóni sem tafirnar hafa valdið.“

Í ljósi þess hvernig hafi verið staðið að úrvinnslu hvalveiðimálsins segir Heiðrún Lind stöðu stjórnarskrárvarinna réttinda borgaranna verða umhugsunarefni.

„Komist ráðherra einu sinni upp með að virða þessi réttindi að vettugi, án nokkurra afleiðinga, mun næsti ráðherra fylgja í kjölfarið. Og það hefur nýr matvælaráðherra nú gert. En hvers vegna ætti þetta skeytingarleysi að hætta þarna? Hvaða réttindi fólks eða fyrirtækja verða fótum troðin næst? Eignarrétturinn? Jafnrétti? Frjálsar skoðanir? Frelsið?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »