Alvarleg frávik í eldisstöðinni í Tálknafirði

Matvælastofnun segir fleiri frávik hafa verið í eldisstöð Arctic Smolt …
Matvælastofnun segir fleiri frávik hafa verið í eldisstöð Arctic Smolt á Tálknafirði. mbl.is/Guðlaugur

Matvælastofnun gerir athugasemdir við fleiri þætti í fiskeldisstöð Arctic Smolt ehf., dótturfélags Arctic Fish, í Tálknafirði og vekur athygli í eftirlitsskýrslu vegna stroks úr eldisstöðinni á átta frávikum, þar af eru sex flokkuð sem alvarleg frávik.

Meðal alvarlegra frávika var vísað til skorts á seinni vörnum í tengslum við frárennsli, ófullnægjandi viðbragðsáætlunar vegna stroks og að ekki hafi verið farið eftir áætluninni, gæðahandbók hafi ekki verið aðgengileg, að ekki lægju fyrir upplýsingar um þjálfun starfsfólks og að innra eftirlit og innri úttektir væru ófullnægjandi.

Málsatvik eru rakin í tilkynningu á vef Matvælastofnunar og kemur þar fram að stofnuninni hafi borist tilkynning frá fyrirtækinu 24. maí síðastliðinn um „óhapp sem leiddi til stroks eldislax úr fiskeldisstöð þeirra í Norður-Botni, Tálknafirði. […] Í kjölfar tilkynningarinnar tók Matvælastofnun málið til rannsóknar og óskaði eftir frekari upplýsingum. Þau svör gáfu tilefni til frekari athugana og var þá tekin ákvörðun um að fara í óboðað eftirlit á staðinn til að staðfesta grun stofnunarinnar.“

Fór fram eftirlit á staðnum 3. og 4. júní og snerist rannsókn málsins aðallega um að yfirfara búnað stöðvarinnar vegna seinni varna í frárennsli til að koma í veg fyrir strok úr fiskieldisstöðinni. Einnig var selta vatns við frárennsli stöðvarinnar kannað og hvort hafi verið farið eftir verklagsreglum í aðdraganda óhappsins og eftir að strok uppgötvaðist.

Greið leið út úr stöðinni

„Matvælastofnun telur að ekki hafi verið til staðar nægjanlegur mannskapur til þess að sinna fyrsta viðbragði í kjölfar strokatburðar en samkvæmt upplýsingum voru tveir starfsmenn á svæðinu umrætt kvöld. Matvælastofnun telur að einungis hafi verið sinnt fyrstu viðbrögðum innanhús en ekki gætt að stroki við frárennsli,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.

Þar segir einnig að ljóst sé að fiskeldisstöðin sé ekki útbúin seinni vörnum í frárennsli úr niðurföllum á gólfi og talið að seiði hafi haft greiða leið úr stöðinni. Talið var að 22.352 seiði hafi endað á gólfi stöðvarinnar.

„Ljóst er að töluvert ferskvatn er fyrir utan stöð og líkur á að seiðin hafi lifað af og synt upp í Botnsá enda liðu rúmar 14 klst. frá strokatburði þar til net voru lögð.“

Fengu fá svör

Athygli vekur að í eftirlitsskýrslu vegna atviksins hafi starfsmaður ekki getað veitt svör við spurningum Matvælastofnunar.

„Óskað var eftir því að starfsmaðurinn myndi setjast niður með eftirlitsmönnum og svara spurningum. Samþykkti hann það og var farið í fundarherbergi. Farið var yfir eftirlitsatriði og spurningar lagðar fram varðandi strokatburðinn þann 23. maí sl. Starfsmaður gat svarað fáum spurningum eftirlitsmanna og kallaði ekki eftir aðstoð stjórnenda þrátt fyrir að eftirlitsmenn hafi bent honum á fjarfundabúnað í fundarherberginu,“ segir í skýrslunni.

Gat starfsmaðurinn ekki veitt upplýsingar um framleiðsluskýrslur, þjálfun starfsmanna eða innri úttektir.

Matvælastofnun kveðst í tilkynningunni fylgja málinu eftir og mun hafa eftirlit með að unnið verði úr frávikum og alvarlegum frávikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »