Björgunarskip í aðgerðum í nótt og í morgun

Björgunarskipið Hafbjörg kom fiskibátnum til aðstoðar í morgun.
Björgunarskipið Hafbjörg kom fiskibátnum til aðstoðar í morgun. Ljósmynd/Landsbjörg

Bæði voru verkefni fyrir björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar vestan- sem austanlands í nótt og í morgun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Um hálf fimm í morgun var var björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað kallað út vegna skipverja sem hafði slasast á fæti og var ekki í ástandi til að sigla bátnum til hafnar. Einnig var kölluð út þyrla Landhelgisgæslunnar.

Lagði Hafbjörg frá bryggju rétt fyrir klukkan fimm með sjúkraflutningamann um borð og hélt þyrla af stað frá Reykjavík á svipuðum tíma.

Skipverjinn var hífður um borð í þyrluna TF Eir.
Skipverjinn var hífður um borð í þyrluna TF Eir. Ljósmynd/Landsbjörg

Fram kemur að báturinn var staddur um 16 sjómílur austur af Norðfjarðarhorni og var Hafbjörg mætt á vettvang rétt fyrir klukkan sex í morgun og fóru tveir úr áhöfn hennar um borð í bátinn ásamt sjúkraflutningamanni. Einn úr áhöfn Hafbjargar tók þá við stjórn fiskibátsins á meðan búið var um skipverjann og hann undirbúinn undir hífingu um borð í þyrlu.

Upp úr klukkan sjö mætti svo TF Eir á svæðið og hífði skipverjann í börum og flaug Egilstaða þar sem þyrlan tók eldsneyti áður en haldið var til Reykjavíkur með skipverjann til aðhlynningar. Á meðan sigldi Hafbjörg og fiskibáturinn til Neskaupstaðar.

Rekald í skrúfuna

Í morgun var einnig tilkynnt um fiskibát sem hafði fengið rekald í skrúfuna og gat ekki haldið áfram veiðum. Björgunarskipið Vörður II á Patreksfirði var kallað út um hálf sjö og hélt á vettvang skömmu síðar.

Báturinn var staddur við mynni Patreksfjarðar og gekk vel að koma taug milli skipanna og hélt síðan Vörður II til Patreksfjarðar með fiskibátinn í togi. Komið var til hafnar upp úr klukkan níu.

Verði II gekk vel að koma taug til bátsins sem …
Verði II gekk vel að koma taug til bátsins sem fékk rekald í skrúfuna. Ljósmynd/Landsbjörg

Fyrsta útkallið um klukkan tvö

Fyrsta útkall næturinnar hafði þó verið um klukkan tvö í nótt þegar tilkynnt var um fiskibát sem hafði misst stýri rétt austur af Papey. Björgunarsveitin Báta á Djúpavogi var kölluð út og tókst að taka bátinn í tog. Aðgerður eru sagðar hafa gengið vel og var komið til hafnar um hálf fimm.

„Þetta var annað útkall Báru á stuttum tíma því seinni partinn í gær var sveitin einnig kölluð út vegna einstaklings sem hafði fallið á reiðhjóli og handleggsbrotnað inn í Hamarsdal. Björgunarfólk fór ásamt sjúkraflutningum og flutti viðkomandi fram dalinn og í sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »