Vonbrigði ef Bjarkey leggur ekki fram lagareldisfrumvarp

Matvælaráðherra telur ólíklegt að hún leggi fram frumvarp um lagareldi, …
Matvælaráðherra telur ólíklegt að hún leggi fram frumvarp um lagareldi, þar sem ágreiningur er uppi um ákveðna þætta frumvarpsins. Forsætisráðherra finnst mikilvægt að frumvarpið verði lagt fram. Samsett mynd/Eyþór Árnason/Eggert Jóhannesson

Það yrðu vonbrigði ef Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra legði ekki fram frumvarp um lagareldi í haust, að sögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Þingi var slitið um helgina og var þar fjöldi mála afgreiddur á lokasprettinum. mbl.is náði orði af Bjarna ríkisstjórnarfund í dag. Spurður út í þinglokin kveðst Bjarni heilt yfir ánægður með þau mál sem komust í gegnum þingið.

„Þessi stóru orð um að stjórnarflokkarnir væru ekki að ná saman um lykilmál gufuðu upp og urðu að engu við þinglokin.“

Bjarni bendir á að náðst hafi að afgreiða nýtt útlendingafrumvarp, lögreglulög, endurbætur á örorkulífeyriskerfinu, fjármálaáætlun, þjóðlendufrumvarpinu og stofnanabreytingar í umhverfisráðuneytinu.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hefði viljað sjá frumvarpið á vorþingi

Er eitthvað sem ekki komst í gegnum þingið sem þú hefðir viljað sjá afgreitt fyrir þinglok?

„Það má alveg segja að með lagareldið hefði maður óskað að það kæmist niðurstaða um nýtt laga- og regluverk fyrir þá mikilvægu atvinnustarfsemi,“ svarar forsætisráðherra.

Til stóð að leggja fram frumvarpið á vorþingi en því var frestað þar sem ekki náðist samstaða um málið í at­vinnu­vega­nefnd.

„Hins vegar, ef það var mat þingsins að málið þyrfti lengri tíma, og vegna þess að þetta er stórt mál, þá er það ekki óvenjulegt að málið þurfi að koma aftur fram. Sama gildir með samgönguáætlun. Ef það þyrfti að skoða frekar einstaka þætti þá er það ekkert í sjálfu sér stórskaðlegt að frestist fram á haustið.“

„Það er ágrein­ing­ur und­ir sem við leyst­um ekki í meiri­hlut­an­um …
„Það er ágrein­ing­ur und­ir sem við leyst­um ekki í meiri­hlut­an­um og varðar sektar­fjár­hæðir og annað slíkt og ég er ekki til­bú­in til þess að ganga lengra í því, þannig ef að við náum engu sam­tali um það í sum­arið, þá geri ég ekk­ert endi­lega ráð fyr­ir því að leggja málið fram aft­ur,“ sagði Bjarkey Olsen matvælaráðherra við mbl.is í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Líklega ekki lagt fram í haust

En nú telur sjálfur matvælaráðherra ólíklegt að hún leggi fram nýtt frumvarp um lagareldi í haust, eins og hún hefur sagt við mbl.is. Það yrði þannig frekar verkefni fyrir næstu ríkisstjórn að sögn Bjarkeyjar. Bjarni segir það vonbrigði.

„Það væru vonbrigði ef málið kæmi ekki aftur fram. Ég ætla ekkert að segja annað,“ svara Bjarni aðspurður.

„Vegna þess að ég tel mikilvægt að þingið svari þessum stóru álitamálum sem við stöndum frammi fyrir og málið sem var lagt fyrir þingið var mjög vel undirbúið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »