Hafa þjónustað íslenskan sjavarútveg í 20 ár

Egersund hefur þjónustað íslenskan sjávarútveg í tvo áratugi.
Egersund hefur þjónustað íslenskan sjávarútveg í tvo áratugi. Ljósmynd/Egersund Ísland

Stór tímamót voru í sögu Egersunds á Íslandi sem fagnaði 20 ára afmæli nýverið, en fyrirtækið var stofnað 21. Júní 2004 þegar Egersund Trawl í Noregi ásamt þeim Stefáni Ingvarssyni og Guðjóni Margeirssyni keyptu netaverkstæði Eskju.

Sagt er frá stofnun fyrirtækisins í færslu á Facebook-síðu þess.

Þar segir að fyrir stofnun hafði Guðjón verið umboðsmaður Egersund Trawl veiðarfæra á Íslandi um langt skeið og netaverkstæði Eskju verið þjónustuaðili fyrir veiðarfærin árin á undan.

„Í upphafi voru starfsmenn um tíu talsins en til þessa dags eru þrír starfsmenn sem hafa verið með félaginu frá upphafi. Þeir eru Ármann Viðar Sturlaugsson, framleiðslustjóri og Benedikt Ernir Stefánsson, sölustjóri ásamt áðurnefndum Stefáni Ingvarssyni framkvæmdastjóra,“ segir í færslunni.

Ljósmynd/Egersund Ísland

Starfsemin var rekin í 1.200 fermetra húsnæði að Hafnargötu 5 þar sem verkstæði Eskju hafði verið til húsa, en áður en það hýsti verkstæði var það afurðageymsla. Rak Egersund söluskrifstofu sína í Reykjavík.

„Það varð þó fljótt ljóst að húsakosturinn á Eskifirði myndi ekki duga til frambúðar og var því hafist handa við hönnun nýs netaverkstæðis á vormánuðum 2007. Bygging nýs verkstæðis hófst svo um mitt ár 2008 og leit nýtt 3.200fm verkstæði með innbyggðri veiðarfærageymslu og nýjum hafnarkanti dagsins ljós á vormánuðum 2009. Um var að ræða afar tæknilega byggingu með búnaði sem hafði til þessa ekki þekkst í viðlíka starfsemi. Samtals hafði félagið því um að ráða tæplega 5.000fm netaverkstæði.“

Tækifæri í kolmunna- og makrílveiðum

Íslenskar uppsjávarútgerðir lögðu um langt skeið áherslu á loðnu- og síldarveiðar, en með tímanum jukust kolmunnaveiðar og síðar makrílveiðar. Egersund Ísland, sem hefur frá upphafi sérstaklega sinnt framleiðslu og þjónustu fyrir uppsjávarveiðar, var stofnað á þessum breytingartímum í íslenskum sjávarútvegi.

„Árin eftir að félagið tók nýtt húsnæði í notkun jukust umsvif þess talsvert á markaði fyrir uppsjávarveiðarfæri en samhliða því þjónustaði Egersund talsvert iðnað, hafnir og tengda starfsemi. Egersund reisti því 900fm lagerhúsnæði við Hafnargötu 12, gengt höfuðstöðvum félagsins.“

Í færslunni segir að Egersund Ísland hafi horft hýru auga til þess að þjónusta fiskeldi hér á landi eftir að slíkur rekstur fór að stækka upp úr 2012. Hafði starfsemi systurfélaga í Noregi þjónustað eldisgeirann um árabil.

Fjárfest fyrir 1,5 milljarð

Látið var til skarar skríða árið 2018 þegar hafist var handa við hönnun og byggingu fullkominnar nótaþvottastöðvar og þjónustu fyrir tæknibúnað. Smíði og uppsetningu lauk 2019 og var í nýrri 800 fermetra þjónustustöð þvottaaðstaða fyrir eldisnætur, vatnshreinsistöð, starfsmannaaðstaða, litunarhús og þjónustuverkstæði.

Samhliða var tekinn í notkun nýr og stækkaður hafnarkantur og byggingakrani reistur árið 2020.

„Það má því segja að fjárfestingar félagsins í Fjarðabyggð hafi verið töluverðar í gegn um tíðana en síðan félagið var stofnað hafa þær numið um 1.500 milljónum króna. Samhliða fjárfestingum hefur velta félagsins aukist og í dag einkennist starfsemi Egersund Ísland af þjónustu við uppsjávarveiðar ásamt þjónustu við hið sívaxandi fiskeldi við strendur landsins. Starfsmannafjöldi er komin yfir tuttugu talsins og má því með sanni segja að afmælisbarnið dafni vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »