Sameiginleg nefnd vísindamanna Norðmanna og Rússa leggur til að þorskkvótinn í Barentshafi verði fyrir gríðarlegum skerðing á næsta ári, auk þess sem lagt er til að draga nokkuð úr ýsu veiði og næstum helminga grálúðuveiðar, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.
Lagt er til að ekki verði veitt meira en 311.587 tonn af þorski í Barentshafi á næsta ári og er það lægsta ráðgjöfin frá árinu 2003. Ráðgjöfin gerir ráð fyrir 31% minni þorskafla en heimilt er að veiða á þessu ári og 45% minna en í ráðgjöfinni fyrir árið 2023. Ráðlagður hámarksafli þorsks úr Barentshafi hefur minnkað á hverju ári síðan 2021 þegar heimilt var að veiða 885.600 tonn.
Íslenskum útgerðum var úthlutað 3.452 tonna þorskkvóta í Barentshafi á þessu ári og má ætla að á næsta ári verði hann aðeins tæp 2.400 tonn.
Gildandi aflaregla bannar að ráðgjöf dregst meira saman en 20% milli ára. Leyfilegt er þó að víkja frá þessum viðmiðum fari hrygningarstofninn niður fyrir varúðarmörk.
„Hrygningarstofn þorsks hefur verið metinn minni og mun fara undir varúðarmörk 2025. Þess vegna lækkar einnig ráðgjöfin svona mikið,“ segir Bjarte Bogstad, vísindamaður við norsku hafrannsóknastofnunina (Havforskningsinstituttet), í færslu á vef hennar. „Verði aflinn í samræmi við ráðgjöfina verður þetta minnsta veiði frá árinu 1991,“ segir hann.
Nánar er fjallað um ráðgjöf norsku stofnunarinnar í Morgunblaðinu.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 5.2.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 5.2.25 | 793,60 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 5.2.25 | 356,87 kr/kg |
Ýsa, slægð | 5.2.25 | 401,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 5.2.25 | 313,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 5.2.25 | 360,02 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 5.2.25 | 426,50 kr/kg |
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.223 kg |
Ýsa | 82 kg |
Samtals | 7.305 kg |
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 643 kg |
Hlýri | 283 kg |
Ýsa | 259 kg |
Steinbítur | 194 kg |
Karfi | 56 kg |
Ufsi | 17 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 1.468 kg |
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 10.434 kg |
Grásleppa | 798 kg |
Steinbítur | 390 kg |
Hlýri | 373 kg |
Keila | 17 kg |
Langa | 7 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 12.021 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 5.2.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 5.2.25 | 793,60 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 5.2.25 | 356,87 kr/kg |
Ýsa, slægð | 5.2.25 | 401,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 5.2.25 | 313,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 5.2.25 | 360,02 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 5.2.25 | 426,50 kr/kg |
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.223 kg |
Ýsa | 82 kg |
Samtals | 7.305 kg |
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 643 kg |
Hlýri | 283 kg |
Ýsa | 259 kg |
Steinbítur | 194 kg |
Karfi | 56 kg |
Ufsi | 17 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 1.468 kg |
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 10.434 kg |
Grásleppa | 798 kg |
Steinbítur | 390 kg |
Hlýri | 373 kg |
Keila | 17 kg |
Langa | 7 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 12.021 kg |