Tvær sveitir kallaðar út vegna fiskibáta í vanda

Skipverjar á Bjargar sendu taug í bátinn og drógu til …
Skipverjar á Bjargar sendu taug í bátinn og drógu til Grundarfjarðar. Ljósmynd/aðsend

Áhafnir tveggja björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Varðar II á Patreksfirði og Bjargar á Rifi, voru kallaðar út í dag til aðstoðar fiskibáta í vandræðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. 

Þar segir að fyrst hafi Vörður II hafi verið kallaður út snemma í morgun, rétt upp úr klukkan 6, vegna lítils fiskibáts sem var í vélar vandræðum.

Færður til hafnar

Báturinn var þá staddur um fimm sjómílur norður af Bjargtöngum. Vörður II var farinn út frá Patreksfirði klukkan 6:20 og hélt áleiðis að bátnum. Fimmtán mínútur í átta í morgun var svo taug komin frá Verði II í bátinn og haldið til Patreksfjarðar. Hæg norðan gola var á staðnum en þokuslæðingur. Rétt fyrir klukkan 11 í morgun kom Vörður svo með bátinn til hafnar á Patreksfirði.

Bilað stýri en hættulaust 

Upp úr hálf ellefu í morgun voru skipverjar á Björgunarskipinu Björgu á Rifi kallaðir út vegna lítils fiskibáts sem var þá staddur undan Rauðasandi með bilað stýri. Bátinn rak hægt undan norðanáttinni en annars var engin hætta á ferðum.

Stefna á Grundarfjörð 

„Björg var komin á staðinn rétt um 14 í dag, eftir siglingu yfir allan Breiðafjörð. Taug var komið á milli og er Björg nú með bátinn í togi og er stefnan sett á Grundarfjörð þaðan sem fiskibáturinn er gerður út. Áhöfnin á Björgu gerir ráð fyrir að vera komin til hafnar í Grundarfirði um 7 leitið,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 394,61 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 428,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,38 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 152,50 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 346,00 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Halla Sæm SF 23 Handfæri
Þorskur 856 kg
Samtals 856 kg
17.7.24 Snjólfur SF 65 Handfæri
Þorskur 184 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 191 kg
17.7.24 Glær KÓ 9 Handfæri
Þorskur 756 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 805 kg
17.7.24 Bliki ÍS 66 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
17.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 146 kg
Samtals 146 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 394,61 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 428,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,38 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 152,50 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 346,00 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Halla Sæm SF 23 Handfæri
Þorskur 856 kg
Samtals 856 kg
17.7.24 Snjólfur SF 65 Handfæri
Þorskur 184 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 191 kg
17.7.24 Glær KÓ 9 Handfæri
Þorskur 756 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 805 kg
17.7.24 Bliki ÍS 66 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
17.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 146 kg
Samtals 146 kg

Skoða allar landanir »