Hafa landað rúmlega níu þúsund tonnum af þorski

Strandveiðibátarnir eru búnir með rúmlega 75% af aflaheimildum sínum í …
Strandveiðibátarnir eru búnir með rúmlega 75% af aflaheimildum sínum í þorski þrátt fyrir að tvö þúsund tonnum hafi verið bætt við í gær. mbl.is/Alfons Finnsson

Strandveiðibátunum tókst að landa 4.819 tonnum í júní, þar af rúmlega 4.543 tonnum af þorski. Um er að ræða svipaðan þorskafla og í maí samkvæmt skráningu Fiskistofu. Verði aflabrögðin svipuð á komandi mánuðum má gera ráð fyrir að veiðar stöðvist um miðjan næsta mánuð.

Aflaheimildir í þorski sem strandveiðunum var úthlutað upphaflega námu tíu þúsund tonnum og hafa bátarnir hingað til landað 9.063 tonnum af þorski. Lög gera ráð fyrir að veiðarnar haldi áfram í júlí og ágúst. Væru aflabrögðin svipuð þá og í maí og júní þyrfti líklega að auka heimildir strandveiðanna um átta þúsund tonn miðað við upphaflega ráðstöfun til að öllum bátum yrði tryggt 12 veiðidagar í hverjum mánuði veiðitímabilsins.

Í gær var hins vegar greint frá því að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefði undirritað breytingu á reglugerð um strandveiðar sem jók heimildir í þorski sem veiðunum er ráðstafað um tvö þúsund tonn.

Staðan nú er því þannig að tæplega 2.937 tonn af þorskkvóta strandveiðibátanna eru eftir af tólf þúsund tonnum sem veiðunum er ráðstafað. Fiskistofa áætlar að um ellefu veiðidagar séu eftir miðað við meðalveiði þeirra veiðidaga sem þegar eru liðnir.

Bátur kominn yfir tonn af umframafla

Alls hefur 764 bátum verið úthlutað strandveiðileyfi en 753 bátar hafa landað afla á fyrstu tveimur mánuðum veiðanna.

Auk fyrrnefnds þorskafla hafa bátarnir landað rúmlega 122 tonnum af ufsa en heimild er fyrir þúsund tonnum og hafa strandveiðibátarnir einnig nýtt 30% af 100 tonna gullkarfakvóta þeirra.

Þá hefur frá upphafi veiðanna verið landað 172 tonnum umfram leyfilegt hámark í hverri veiðiferð og hafa þeir tuttugu bátar sem landað hafa mestum umframafla landað 14,5 tonnum umfram skilgreint hámark. Þá hefur einn bátur landað rétt rúmlega tonni í þorskígildum umfram hámark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »