Biðla til Áslaugar um 20 milljónir fyrir sjónvarp

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er hvött til …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er hvött til að útvega RÚV 20 milljónir til að tryggja sjómönnum sjónvarpsefni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjómannasamband Íslands skorar á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að útvega 20 milljónir króna til að fjármagna sjónvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins (RÚV) fyrir sjómenn sem hætt var 1. júlí.

Í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni bendir Sjómannasambandið á að Áslaug Arna hafi á dögunum kynnt áætlun um ljósleiðaravæðingu allra þéttbýlissvæða landsins.

„Hún gleymir nú nokkrum þeirra. Nefnilega öllum skipum á Íslandi. [...] Eina efnið sem sjómenn ná ef þeir eru utan við 12 mílur er langbylgju sending á 189khz á Rás 1 á stöku stað,“ segir í yfirlýsingu Sjómannasambandsins.

Skorið niður í hagræðingu

Eins og 200 mílur greindu frá í byrjun júní ákvað RÚV fyrir ári að hætta dreifingu hljóðvarps- og sjónvarpsefnis um gervihnött og tók ákvörðunin gildi 1. júlí. Í tilkynningu benti RÚV á að útsending um gervihnött sé ekki hluti af verkefnum stofnunarinnar eða skyldum samkvæmt lögum eða þjónustusamningi við íslenska ríkið. Hafði íslenska ríkið fjármagnað þessar útsendingar með sérstakri fjárveitingu í samræmi við sérstakan þjónustusamning.

Fyrir þremur árum var hins vegar hætt að greiða RÚV fyrir þjónustuna í hagræðingarskyni. Samkvæmt ákvæðum samningsins við ríkið var RÚV fyrst heimilt að segja samningnum upp fyrra með árs uppsagnarfresti og var það gert, en á meðan bar RÚV kostnaðinn af útsendingunum.

„Að sögn RÚV kostar 40 millur á ári að halda úti sendingum til sjómanna gegnum hnött. Sjómenn greiða nefskattinn sem rennur til RÚV eins og aðrir landsmenn. Lágmark að sjómenn njóti RUV eins og aðrir. Áslaug Arna nú er tækifærið að rétta sjómönnum hjálparhönd og tryggja sendingar RÚV gegnum gervihnött út árið meðan unnið er að öðrum lausnum. 20 milljónir eru smáaurar til að tryggja mannréttindi 3.500 sjómanna. Koma svo Áslaug!“

Umræddar útsendingar nýttust aðeins sjófarendum og hefur RÚV bent á að ný tækni geri sjófarendum kleift að sækja efnið í gegnum internettengingar sem ýmis félög bjóða uppá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.24 402,42 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.24 468,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.24 376,25 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.24 340,65 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.24 146,92 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.24 182,80 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 3.7.24 427,92 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.24 Hólmi NS 56 Handfæri
Þorskur 796 kg
Samtals 796 kg
3.7.24 Máni II ÁR 7 Handfæri
Þorskur 652 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 664 kg
3.7.24 Máni ÁR 70 Handfæri
Þorskur 459 kg
Samtals 459 kg
3.7.24 Stundvís ÍS 333 Handfæri
Þorskur 189 kg
Samtals 189 kg
3.7.24 Axel NS 15 Handfæri
Þorskur 790 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.24 402,42 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.24 468,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.24 376,25 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.24 340,65 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.24 146,92 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.24 182,80 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 3.7.24 427,92 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.24 Hólmi NS 56 Handfæri
Þorskur 796 kg
Samtals 796 kg
3.7.24 Máni II ÁR 7 Handfæri
Þorskur 652 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 664 kg
3.7.24 Máni ÁR 70 Handfæri
Þorskur 459 kg
Samtals 459 kg
3.7.24 Stundvís ÍS 333 Handfæri
Þorskur 189 kg
Samtals 189 kg
3.7.24 Axel NS 15 Handfæri
Þorskur 790 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »