Björguðu manni undan Gróttu

Útkallið barst um ellefyleytið í nótt.
Útkallið barst um ellefyleytið í nótt. mbl.is/Hari

Landhelgisgæslunni barst útkall vegna strandveiðibáts sem var kominn leki að rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Einn maður var um borð og var hann fluttur á spítala.

Þetta staðfestir Viggó M. Sigurðsson, á bakvakt aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

5 sjómílur norðvestur af Gróttu

Báturinn var staðsettur um fimm sjómílur norðvestur af Gróttuvita á Seltjarnarnesi.

„Það virðist vera kominn talsverður sjór í bátinn. Landhelgisgæslan er búin að vera í sambandi við manninn um borð og svo hættum við að heyra í honum,“ segir Viggó. Þá hafi þyrlur Landhelgisgæslunnar verið kallaðar út sem og Landsbjargarskip frá Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi.

„Frá því að við köllum út og þangað til einingarnar eru að koma þarna að eru sirka 40 mínútur. Við fáum hvalaskoðunarskip þarna í nágrenni til að sigla nær honum. Þeir virðast sjá mann um borð en þá er kominn talsverður halli á bátinn,“ segir Viggó.

Hann segir að síðan hafi sigmenn Landhelgisgæslunnar farið um borð. Þeir hafi verið komnir í bátinn klukkan 23.20. Var maðurinn svo hífður upp í þyrluna.

„Þeir hífa manninn um borð. Hann virðist vera eitthvað slasaður. Þeir flytja hann á spítala. Landsbjargarskipin tryggja þennan leka og draga bátinn til hafnar,“ segir Viggó, en báturinn var dreginn til hafnar í Hafnarfirði. Hann var kominn þangað um klukkan hálf fjögur í nótt.

Gekk vel

Viggó segir aðgerðina hafa gengið mjög vel.

„Þessi aðgerð gekk mjög vel. Samstarfið milli Landhelgisgæslunnar og Landsbjargar var mjög flott,“ segir Viggó.

Spurður um líðan mannins segist Viggó ekki hafa upplýsingar um það. Þá sé báturinn ekki ónýtur, en það þurfi að gera við hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg
22.7.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Skarkoli 1.132 kg
Þorskur 769 kg
Steinbítur 685 kg
Ýsa 240 kg
Sandkoli 230 kg
Samtals 3.056 kg
22.7.24 Gaffallinn EA 0 Sjóstöng
Þorskur 8.086 kg
Ýsa 50 kg
Ufsi 11 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 8.150 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg
22.7.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Skarkoli 1.132 kg
Þorskur 769 kg
Steinbítur 685 kg
Ýsa 240 kg
Sandkoli 230 kg
Samtals 3.056 kg
22.7.24 Gaffallinn EA 0 Sjóstöng
Þorskur 8.086 kg
Ýsa 50 kg
Ufsi 11 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 8.150 kg

Skoða allar landanir »