Gera hlé á sölu meirihluta American Seafoods

Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods í Bandaríkjunum, segir jákvætt að …
Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods í Bandaríkjunum, segir jákvætt að geta einbeitt sér að rekstri félagsins eftir að gert hefur verið hlé á söluferli meirihluta hlutafjár útgerðarinnar. Kristinn Magnússon

Bandaríska útgerðarfélagið American Seafoods Group hefur ákveðið að gera hlé á söluferli meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu þar til markaðsaðstæður batna, að því er fram kemur í tilkynningu. Hið bandaríska félag er með umfangsmestu sjóvinnslu alaskaufsa og kyrrahafslýsingi á heimsvísu.

„Við höfum gert hlé á söluferlinu svo við getum haldið áfram að einbeita okkur að rekstrinum okkar og viðskiptavinum,“ er haft eftir Einari Gústafssyni forstjóra American Seafoods í tilkynningunni.

„Reksturinn er enn sterkur og við hlökkum til að taka upp umræðurnar að nýju þegar þjóðhagslegar aðstæður batna og mat á verðmæti okkar er í samræmi við styrk félagsins. Í ljósi þess að horfur benda til mikils vaxtar framundan er American Seafoods ánægt að losna við að hafa þetta hangandi yfir okkur og geta einbeitt okkur aftur að daglegum rekstri,“ segir Einar.

Nokkur vöxtur hefur verið undanfarið hjá félaginu og bættist American Empress II í flota þess á síðasta ári. Í tilkynningunni fullyrðir Einar að fyrirtækið sé reiðubúið til að fullnýta þau tækifæri sem séu í kortunum í tengslum við vaxandi eftirspurn eftir sjávarafurðum á heimsvísu.

Hygðust selja allt í sjávarútvegi

Fyrir um það bil ári tilkynnti fjárfestingafélagið Bregal Partners að það myndi selja alla eignarhluti sem væru í sjóði eitt (Bregal Partners Fund I). Fer sjóðurinn með meirihluta hlutafjár í American Seafoods í Alaska auk þess að fara með hluti í Blue Harvest Fisheries í Massachusetts sem og landeldisfyrirtækinu West Coast Salmon sem vinnur að uppbyggingu laxeldistöðvar í Nevada.

Með ákvörðun American Seafoods um að gera hlé á söluferlinu mun félagið áfram vera í meirihlutaeigu Bregal Partners.

Fréttamiðillinn Seafood Source greindi frá því í maí á síðasta ári að Scott Perekslis, einn af stofnendum Bregal Partners, hefði ákveðið að láta af störfum og að hann væri að skipuleggja kaup á eignarhlutum fjárfestingafélagsins í sjávarútvegsfyrirtækjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,43 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,67 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 294,92 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 230,65 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Sindri BA 24 Landbeitt lína
Þorskur 483 kg
Ýsa 468 kg
Samtals 951 kg
21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,43 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,67 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 294,92 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 230,65 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Sindri BA 24 Landbeitt lína
Þorskur 483 kg
Ýsa 468 kg
Samtals 951 kg
21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg

Skoða allar landanir »