Lækka ráðgjöf í þorski og ýsu

Nokkur samdráttur er í ráðgjöf ICES fyrir þorsk og ýsu …
Nokkur samdráttur er í ráðgjöf ICES fyrir þorsk og ýsu í Norðursjó en myndarleg aukning er í ráðgjöf fyrir lýsu. AFP

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til að ekki verði veitt meira en 19.321 tonn af þorski í Norðursjó, út af Skotlandi og í austanverðu Ermarsundi á næsta ári, er það tæplega 15% minni ráðgjöf en fyrir 2024. Athygli vekur að ráðgjöfin fyrir 2024 er 22.691 tonn en strandríkin hafa samið um veiði á 31.301 tonni.

Ráðgjöfina má finna meðal annars á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar, en þar er einnig að finna ráðgjöf ICES fyrir ýsu á sama svæði og nemur hún 112.435 tonnum fyrir árið 2025, en það er rúmlega 24% samdráttur frá fyrri ráðgjöf. Útgefnar aflaheimildir í ýsu í Norðursjó samkvæmt samkomulagi strandríkjanna fyrir yfirstandandi ár er þó um 30 þúsund tonn minni en ráðgjöfin nam.

Áætlað er að brottkastshlutfall í ýsu í Norðursjó sé 30% og er vísað til þess hve lítið af undirmálsfiski (smáfiski) sé landað þrátt fyrir að löndunarskylda var útvíkkuð árið 2016.

Einnig er lagt til að afli í lýsingi í Norðursjó, Keltahafi og norðurhluta Biskajaflóa dragist saman um rúmlega 20 þúsund tonn og nemur ráðgjöfin fyrir næsta ár 52.466 tonn.

Ekki aðeins samdráttur

Athygli vekur að ráðgjöf ICES fyrir lýsu í Norðursjó og austurhluta Ermarsunds hækkar um 84% milli ára. Lagt er til að hámarksafli á næsta ári verði 237 þúsund tonn en ráðgjöfin fyrir yfirstandandi ár nemur 128 þúsund tonnum.

ICES leggur til að afli í skarkola í Norðursjó og Skagerrak verði ekki meiri en 176.988 tonn á næsta ári, en ráðgjöf fyrir 2024 var 155 þúsund tonn.

Nokkur aukning er einnig í ráðgjöf fyrir ufsa í Norðursjó, á Rockallsvæðinu vestur af Skotlandi, Skagerrak og Kattegat. Lagt er til að hámarksafli verði 79 þúsund tonn árið 2025 á móti tæplega 74 þúsund tonnum á yfirstandandi ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.7.24 426,92 kr/kg
Þorskur, slægður 4.7.24 358,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.7.24 401,60 kr/kg
Ýsa, slægð 4.7.24 362,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.7.24 168,02 kr/kg
Ufsi, slægður 4.7.24 200,81 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 4.7.24 306,90 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.7.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 51 kg
Samtals 51 kg
5.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 32 kg
Samtals 32 kg
5.7.24 Elfríð Ósk NK 40 Handfæri
Þorskur 578 kg
Ufsi 25 kg
Samtals 603 kg
5.7.24 Bobby 1 ÍS 361 Sjóstöng
Ýsa 69 kg
Steinbítur 54 kg
Þorskur 45 kg
Samtals 168 kg
5.7.24 Ásbjörn SF 123 Handfæri
Þorskur 836 kg
Ufsi 227 kg
Samtals 1.063 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.7.24 426,92 kr/kg
Þorskur, slægður 4.7.24 358,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.7.24 401,60 kr/kg
Ýsa, slægð 4.7.24 362,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.7.24 168,02 kr/kg
Ufsi, slægður 4.7.24 200,81 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 4.7.24 306,90 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.7.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 51 kg
Samtals 51 kg
5.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 32 kg
Samtals 32 kg
5.7.24 Elfríð Ósk NK 40 Handfæri
Þorskur 578 kg
Ufsi 25 kg
Samtals 603 kg
5.7.24 Bobby 1 ÍS 361 Sjóstöng
Ýsa 69 kg
Steinbítur 54 kg
Þorskur 45 kg
Samtals 168 kg
5.7.24 Ásbjörn SF 123 Handfæri
Þorskur 836 kg
Ufsi 227 kg
Samtals 1.063 kg

Skoða allar landanir »