Rússar leika lausum hala á mörkuðum

Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods, harmar aðgerðaleysi stjórnvalda víða um …
Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods, harmar aðgerðaleysi stjórnvalda víða um heim sem enn hleypa inn miklu magni af rússneskum sjávarafurðum í gegnum glufur í gildandi takmörkunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods í Bandaríkjunum, segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að þær ytri aðstæður sem hafa valdið því að ákveðið var að gera hlé á söluferli meirihluta hlutafjár fyrirtækisins hafi meðal annars verið undirverðlagning Rússa á mörkuðum og aðgerðaleysi gagnvart viðskiptaháttum þeirra, umgengni þeirra við auðlindina og hvernig viðskiptaþvinganir séu sniðgengnar.

„Rússar sögðust fyrir sex mánuðum ætla að koma Bandaríkjunum út af mörkuðum í Asíu. Þeir eru ekki að hækka verð, jafnvel eftir að ESB lagði tolla á rússneskar sjávarafurðir. Þeir hafa sagt það opinberlega að þeir muni selja á hvaða verði sem er. Það er ekkert annað en undirboð,“ segir Einar.

Hann gagnrýnir einnig Marine Stewardship Council (MSC), sem vottar sjálfbæra nýtingu sjávarafurða, og telur fjárhagslega hvata knýja áframhaldandi vottun rússneskra afurða þar sem ekki sé hægt að gera fullnægjandi úttektir á starfsháttum þeirra, auk þess hafa Rússar gefið í skyn að þeir hafi í hyggju að stunda veiðar á alþjóðlegu hafsvæði og þannig hunsa alþjóðlega sáttmála og samninga.

Vörur vottaðar af MSC hafa alla jafna getað náð betra verði á mörkuðum og þannig styður vottunin við sölu rússneskra afurða að sögn Einars sem bendir á að Rússland hafi innleitt útflutningstoll á sjávarfang í þeim tilgangi að fjármagna stríðið í Úkraínu. „Hvers vegna votta þeir rússnesku stríðsvélina? Er „MSC“ skammstöfun fyrir Moskvu? Þetta er óskiljanlegt.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.7.24 414,88 kr/kg
Þorskur, slægður 5.7.24 571,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.7.24 388,37 kr/kg
Ýsa, slægð 5.7.24 149,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.7.24 225,64 kr/kg
Ufsi, slægður 5.7.24 282,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 5.7.24 333,83 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.24 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 794 kg
Ufsi 27 kg
Samtals 821 kg
8.7.24 Húni HU 62 Handfæri
Þorskur 803 kg
Ufsi 12 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 824 kg
8.7.24 Valdís ÍS 889 Handfæri
Þorskur 789 kg
Karfi 9 kg
Samtals 798 kg
8.7.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 27 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.7.24 414,88 kr/kg
Þorskur, slægður 5.7.24 571,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.7.24 388,37 kr/kg
Ýsa, slægð 5.7.24 149,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.7.24 225,64 kr/kg
Ufsi, slægður 5.7.24 282,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 5.7.24 333,83 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.24 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 794 kg
Ufsi 27 kg
Samtals 821 kg
8.7.24 Húni HU 62 Handfæri
Þorskur 803 kg
Ufsi 12 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 824 kg
8.7.24 Valdís ÍS 889 Handfæri
Þorskur 789 kg
Karfi 9 kg
Samtals 798 kg
8.7.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 27 kg

Skoða allar landanir »