Kaupa þúsundir tonna af rússneskum ufsa frá Kína

Kaupendur í Evrópusambandinu hafa keypt unninn rússneskan ufsa frá Kína …
Kaupendur í Evrópusambandinu hafa keypt unninn rússneskan ufsa frá Kína fyrir 135 milljarða íslenskra króna frá upphafi stríðsins í Úkraínu. Af þeim afurðum hafa 62% ratað til Þýskalands, heimalands Úrsúlu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. AFP

Gríðarlegt magn af rússneskum ufsa var seldur til kaupenda í Evrópusambandinu (ESB) í desember á síðasta ári en um áramótin féll úr gildi undanþága rússneskra afurða frá innflutningstollum. Jafnfram tóku gildi nýir útflutningstollar í Rússlandi til að fjármagna stríðsrekstur í Úkraínu.

Atburðarrásin sést líklega hvergi jafn vel og í innflutningstölum fyrir alaskaufsa frá Kína, en kínverskar útgerðir stunda ekki veiðar á þeirri tegund og senda fjölmargar rússneskar afurðir sínar til Kína til vinnslu. Þar er bæði launakostnaður hagstæður og hefur frá ólögmætrar innrásar Rússlands í Úkraínu í sumum tilfellum verið einfaldara að beina viðskiptum í gegnum Kína.

Í nóvember voru flutt til ESB 13.220 tonn af unnum afurðum úr alaskaufsa og var það um 30% aukning frá október sama ár. Jókst magnið síðan í 28 þúsund tonn í desember.

Söluvirði þessa afurða virðist hafa dregist nokkuð saman undanfarið en það má líklega rekja til aukins framboðs en ekki síður að Rússar hafa meðal annars sagst reiðubúnir að taka á sig kostnaðaraukningu vegna tolla og þvingana og selja á hvaða verði sem er. Hafa þeir verið gagnrýndir fyrir að beita undirverðlagningu.

Þjóðverjar helstu kaupendur

Í gögnum markaðseftirlitsstofnunar Evrópu fyrir sjávar- og fiskeldisafurðir (EUMOFA) má sjá að frá því að innrás Rússlands hófst í febrúar 2022 til og með apríl 2024 hafa kaupendur í ESB flutt inn tæplega 274 þúsund tonn af unnum afurðum úr alaskaufsa frá Kína fyrir 904,5 milljónir evra, sem er jafnvirði rúmlega 135 milljarða íslenskra króna.

Alls hafa 25 aðildarríki ESB tekið við þessum afurðum og hefur langmest ratað til Þýskalands sem hefur tekið við 170,5 þúsund tonnum eða 62% af innfluttu magni. Á eftir fylgir Frakkland með rúm 13%, svo Pólland með 10,3% og svo Holland með 13,5 þúsund tonn eða 4,9%.

Önnur ríki eru með 1,5% innflutningsins eða minna á þessu tímabili.

Er allt alaskaufsi?

„Megnið af kínverskum ufsa sem fer til ESB er í raun rússneskur fiskur sem fer í gegnum glufu sem þarf að bregðast við. Bandaríkin lokuðu bara þeirri glufu sjálf, sem sýnir að það er hægt,“ sagði Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods, í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Útgerðin framleiðir mikið af afurðum úr alaskaufsa.

Gagnrýndi hann viðskiptahætti Rússa harðlega. „Rússar merkja allt sem alaskaufsa. Ímyndaðu þér ef Rússar reyndu að flytja Bordeaux-vín ræktað á Krím til Frakklands? Því yrði hellt út við landamærin. Við þurfum sömu meðferð á rússneskum sjávarafurðum sem eru ranglega merktar sem alaskaufsi innan ESB.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »