Svíar banna einnig búnað sem Íslendingar leyfa

Romina Pourmokhtari, loftslags- og umhverfisráðherra Svíþjóðar, segir ekki vafa vera …
Romina Pourmokhtari, loftslags- og umhverfisráðherra Svíþjóðar, segir ekki vafa vera um að losun skolvatns úr hreinsunarbúnaði skipa skaði lífríki sjávar. Ljósmynd/Regeringskansliet

Svíþjóð mun bætast í hóp þeirra ríkja sem banna losun skolvatns úr útblásturshreinsibúnaði skipa. Svokallaður vothreinsibúnaður (e. Scrubber) hreinsar útblástur skipa í þágu umhverfisins en flest skipanna dæla síðan úrganginum í sjóinn þar sem hann safnast upp og er hann talinn skaða lífríki sjávar.

„Losun frá hreinsibúnaði skipa er, jafnvel í mjög litlum styrk, skaðlegt fyrir lífríki sjávar. Notkun hreinsibúnaðar eykur einnig heildareldsneytiseyðslu um 2 til 3 prósent, sem einnig eykur losun koltvísýrings. Þegar ríkisstjórnin leggur nú fram tillögu um að banna losun frá hreinsibúnaði er mikilvægt skref stigið bæði í átt að betra sjávarlífi og bættu loftslagi, “ sagði Romina Pourmokhtari, loftslags- og umhverfisráðherra Svíþjóðar, í tilkynningu sem birt var nýverið á vef sænska stjórnarráðsins.

Mun losun skolvatns í sjó frá sjóförum vera óheimil í sænskri landhelgi frá og með 1. júlí 2025 og losun skolvatns úr útblástursbúnaði í vatn almennt vera óheimilt í Svíþjóð frá 1. janúar 2029.

Enn hefur ekki verið tekin afstaða til banns við notkun búnaðar af þessu tagi umhverfis Ísland en notkun hans sætir takmörkunum í 37 ríkjum á heimsvísu nú þegar.

Hvatning?

Í vor var greint frá því að samstaða hafi myndast á danska þinginu um að banna losun skolvatns úr hreinsunarbúnaði af þessum toga innan landhelgi Danmerkur.

Við tilefnið sagði Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, að ákvörðun Dana ætti að vera hvatning fyrir íslensk stjórnvöld að banna losun skolvatns umhverfis Íslands.

Ekkert hefur áunnist í átt að banni við losun skolvatns hér á landi eftir því sem 200 mílur komast næst.

Ekki sjálfbær lausn

Notkun á vothreinsibúnaði hefur aukist verulega á undanförnum árum, sérstaklega eftir að ríki gerðu samkomulag á vettvangi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) um að setja takmarkanir á notkun eldsneytis með hátt brennisteinsinnihald með undanþágu fyrir skip sem nota hreinsunarbúnað. Svartolía, sem inniheldur mikið brennistein, er mun ódýrari en annað eldsneyti.

Þá hafa vísindamenn sýnt fram á að skolvatnið frá hreinsunarbúnaðinum sé verulega mengað og inniheldur fjölda skaðlegra efna.

Var niðurstaða vísindamanna við Chalmers-tækniháskólans í Gautaborg að 90% af skaðlegum efnum í evrópskum höfnum megi rekja til losunar vatns úr hreinsibúnaði skipa. Þar á meðal eru einnig þrávirk PAH-efni sem eru talin auka líkur á húð- lungna-, þvagblöðru-, lifrar- og magakrabbameinum.

„Að draga úr losun í andrúmsloftið með því að færa mengunarefnin í sjó er ekki sjálfbær lausn. Því er nú lögð fram tillaga um að banna losun hreinsiefna í hafið. Flestar sænskar útgerðir hafa þegar valið að nýta eldsneyti með svo lágu brennisteinsinnihaldi að þeir halda sig innan losunarkrafna án hreinsibúnaðar. Nú viljum við að það taki til allra skipa á sænsku hafsvæði,“ var haft eftir Andreas Carlson, innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar, í tilkynningunni.

Andreas Carlson, innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar.
Andreas Carlson, innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar. Ljósmynd/Regeringskansliet
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.12.24 644,29 kr/kg
Þorskur, slægður 30.12.24 734,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.12.24 504,26 kr/kg
Ýsa, slægð 30.12.24 505,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.12.24 238,65 kr/kg
Ufsi, slægður 30.12.24 335,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 30.12.24 355,37 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.12.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.927 kg
Ýsa 1.522 kg
Steinbítur 43 kg
Langa 16 kg
Samtals 8.508 kg
30.12.24 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 3.126 kg
Ýsa 1.283 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 4.413 kg
30.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.609 kg
Þorskur 3.818 kg
Steinbítur 67 kg
Samtals 12.494 kg
30.12.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 295 kg
Ýsa 89 kg
Steinbítur 3 kg
Langa 3 kg
Samtals 390 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.12.24 644,29 kr/kg
Þorskur, slægður 30.12.24 734,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.12.24 504,26 kr/kg
Ýsa, slægð 30.12.24 505,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.12.24 238,65 kr/kg
Ufsi, slægður 30.12.24 335,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 30.12.24 355,37 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.12.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.927 kg
Ýsa 1.522 kg
Steinbítur 43 kg
Langa 16 kg
Samtals 8.508 kg
30.12.24 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 3.126 kg
Ýsa 1.283 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 4.413 kg
30.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.609 kg
Þorskur 3.818 kg
Steinbítur 67 kg
Samtals 12.494 kg
30.12.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 295 kg
Ýsa 89 kg
Steinbítur 3 kg
Langa 3 kg
Samtals 390 kg

Skoða allar landanir »