„Þetta gengur mjög rólega og lítið um makríl“

Heldur rólegt er á miðunum að sögn Ásgríms Ingólfssonar skipstjóra …
Heldur rólegt er á miðunum að sögn Ásgríms Ingólfssonar skipstjóra á Ásgrími Halldórssyni SF. Ljósmynd/Vigfús Markússon

Mak­ríll virðist fást í ís­lenskri lög­sögu en veiðarn­ar ganga held­ur hægt að sögn Ásgríms Ing­ólfs­son­ar, skip­stjóra á Ásgrími Hall­dórs­syni SF, sem Skinn­ey-Þinga­nes ger­ir út frá Hornafirði. „Þetta geng­ur mjög ró­lega og lítið um mak­ríl,“ sagði Ásgrím­ur er hann ræddi við Morg­un­blaðið laust fyr­ir há­degi í gær.

Skipið var statt í Rósag­arðinum svo­kallaða rétt vest­ur af lín­unni milli ís­lensku og fær­eysku lög­sög­unn­ar. Skipið var komið á miðin fyr­ir tveim­ur dög­um og var þá byrjað að leita við lín­una. „Við leituðum í gær og komn­ir suðvest­ar núna. Við köstuðum hingað og þangað að prófa en þetta bar lít­inn ár­ang­ur,“ seg­ir Ásgrím­ur.

Fjöl­mörg skip eru að elt­ast við mak­ríl­inn á svipuðum slóðum og mátti í gær sjá í kort­um Mar­in­eTraffic skip­in Heima­ey VE, Sig­hvat Bjarna­son VE, Vil­helm Þor­steins­son EA, Mar­gréti EA, Vík­ing AK, Ven­us NS, Börk NK, Barða NK og Svan RE í Rósag­arðinum.

Nær eng­inn að fylla

Eins og oft áður veiða skip­in í sam­starfi við önn­ur skip og get­ur það verið inn­an sama fyr­ir­tæk­is eða í sam­starfi við skip annarra út­gerða eft­ir sam­komu­lagi milli út­gerðanna. Slíkt fyr­ir­komu­lag há­mark­ar afrakst­ur veiðanna og er ekki síður nyt­sam­legt þegar veiðar ganga erfiðlega.

„Við sett­um í Jónu [Eðvalds SF] til að byrja með og ný­byrjaðir að setja í okk­ur,“ út­skýr­ir Ásgrím­ur, en Jóna Eðvalds kom til Hafn­ar á þriðju­dag. Spurður hvort reynt verði að fylla áður en haldið er í land svar­ar skip­stjór­inn: „Nei. Þetta geng­ur hægt og það nær eng­inn að fylla í þessu ástandi. Menn reyna bara að halda í land áður en fisk­ur­inn fari að liggja und­ir skemmd­um.“

Ásgrím­ur seg­ir ekki ástæðu til að vera með bar­lóm þótt veiðist illa. „Menn hafa séð þetta áður. Það eru ekki alltaf jól í þessu frek­ar en öðru. Þýðir ekki að fara í 200 faðma þótt svona gangi. Þá verða menn að finna sér eitt­hvað annað að gera.“

Jóna Eðvalds SF er einnig gerð út af Skinney-Þinganesi.
Jóna Eðvalds SF er einnig gerð út af Skinn­ey-Þinga­nesi. Ljós­mynd/​Val­ur Haf­steins­son

Tæp átta þúsund tonn 

Gang­ur veiðanna er í sam­ræmi við spár vís­inda­manna sem hafa gert ráð fyr­ir að tak­markað magn mak­ríls rati í ís­lensku lög­sög­una þetta sum­arið. Mik­il­vægt er þó að ná sem mest­um afla hér við land þar sem það er bæði hag­kvæm­ara fyr­ir út­gerðirn­ar að sigla styttra á miðin og styður við kröfu Íslend­inga í samn­ingaviðræðum við önn­ur ríki um hlut­deild í mak­ríl­veiðunum. 

Íslensku upp­sjáv­ar­skip­un­um var út­hlutað 127 þúsund tonna mak­ríl­kvóta vegna vertíðar sum­ars­ins og hafa þau landað rúm­lega 7.800 tonn­um eins og afla­stöðuskrán­ing Fiski­stofu var í morg­un. Töl­urn­ar gætu þó tekið breyt­ing­um þar sem skrán­ing afla skil­ar sér ekki sam­stund­is. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »