Eldisrisi fjárfestir milljörðum í þekkingu

Frode Arntsen forstjóri SalMar tímabært að fjárfesta í aukinni þekkingu …
Frode Arntsen forstjóri SalMar tímabært að fjárfesta í aukinni þekkingu og vísar meðal annars til hátts hlutfalls affalla í laxeldinu.

Norska fiskeldisfyrirtækið SalMar, sem er eigandi 52,48% hluta í Arnarlaxi, hefur ákveðið að fjárfesta 500 milljónum norskra króna, jafnvirði rúmlega 6,3 milljarða íslenskra króna, í rannsóknarmiðstöð sem á að vinna að umbótum í allri virðiskeðju félagsins.

Áformin voru tilkynnt á málþingi um laxeldi í Bergen í Noregi fyrr í sumar.

„Með samstarfi við aðra aðila og meiri grunnrannsóknum mun „Salmon Living Lab“ leggja sitt af mörkum til að útvega heiminum heilbrigt og sjálfbært sjávarfang.Það þarf að skoða sjálfbærni laxins, fiskivelferð og hvernig við getum nýtt bæði sjóinn og aðföngin enn betur,“ sagði Frode Arntsen forstjóri SalMar á málþinginu.

Tími til að viðurkenna vandann

Sagði hann að framleiðsla á laxi sé orðinn hátækniiðnaður sem hafi aukið afköst og afkomu með nýrri tækni og nýjum lausnum, en benti jafnframt á að það séu fleiri atriði sem þróast hafa í ranga átt. Vísaði hann meðal annars til þess að afföll hafi verið að aukast og sést það í hlutfalli meiddra og dauðra fiska.

„Nú er tími til komin að viðurkenna áskoranirnar og auka þekkingu á líffræði laxins,“ sagði Arntsen.

Rannsóknarstöðin „Salmon Living Lab“ mun vera einstök í útliti.
Rannsóknarstöðin „Salmon Living Lab“ mun vera einstök í útliti. Mynd/SalMAr

Leiðin til að auka þekkinguna hefur verið ákveðið að fjárfesta í þróunarverkefni undir merkjum „Salmon Living Lab“ þar sem leita á bæði til vísindamanna og þeirra sem gagnrýnt hafa greinina með markmið um að snúa við þeirri þróun sem einkennt hefur síðustu ár.

Verkefninu er ætlað að „loka þekkingareyðum, leita að nýrri innsýn og laða að samstarfsaðila með leiðandi sérfræðiþekkingu í iðnaði,“ að sögn Arntsen.

„Við þurfum leiðandi þekkingu á öllum stigum virðiskeðjunnar, allt frá erfðafræði til lokaafurðar. Við viljum búa til nýsköpunarmiðstöð til að bæta og þróa fæðukeðju í laxeldi. Sumar niðurstöðurnar verða opinberar á meðan sumar verða fyrirtækjasértækari.“

Sjá má allt málþingið sem haldið var í júní í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.7.24 417,32 kr/kg
Þorskur, slægður 15.7.24 347,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.7.24 359,92 kr/kg
Ýsa, slægð 15.7.24 309,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.7.24 152,94 kr/kg
Ufsi, slægður 15.7.24 197,68 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 15.7.24 301,58 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.436 kg
Samtals 2.436 kg
15.7.24 Draupnir ÍS 485 Handfæri
Þorskur 613 kg
Samtals 613 kg
15.7.24 Mardís ÍS 400 Handfæri
Þorskur 655 kg
Samtals 655 kg
15.7.24 Draupnir ÍS 717 Handfæri
Þorskur 747 kg
Samtals 747 kg
15.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 1.422 kg
Samtals 1.422 kg
15.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 314 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 317 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.7.24 417,32 kr/kg
Þorskur, slægður 15.7.24 347,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.7.24 359,92 kr/kg
Ýsa, slægð 15.7.24 309,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.7.24 152,94 kr/kg
Ufsi, slægður 15.7.24 197,68 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 15.7.24 301,58 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.436 kg
Samtals 2.436 kg
15.7.24 Draupnir ÍS 485 Handfæri
Þorskur 613 kg
Samtals 613 kg
15.7.24 Mardís ÍS 400 Handfæri
Þorskur 655 kg
Samtals 655 kg
15.7.24 Draupnir ÍS 717 Handfæri
Þorskur 747 kg
Samtals 747 kg
15.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 1.422 kg
Samtals 1.422 kg
15.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 314 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 317 kg

Skoða allar landanir »