Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
„Mér satt að segja brá nú í brún þegar ég sá þessa niðurstöðu,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, um niðurstöðu dóms í máli er varðar árekstur flutningaskipsins Longdawn og strandveiðibátsins Höddu.
Bátinn Höddu hvolfdi 16. maí eftir árekstur, en rannsóknir á siglingagögnum þóttu gefa til kynna að skipið Longdawn hefði rekist á bátinn með fyrrgreindum afleiðingum.
Skipstjóri Longdawn gaf 2. stýrimanni skipsins fyrirmæli um að halda áfram, þrátt fyrir að stýrimaðurinn hafi upplýst skipstjórann um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð Höddu vera að sökkva.
Skipstjórinn var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og var sviptur siglingaréttindum í þrjá mánuði. Stýrimaðurinn var dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi.
„Ég hefði haldið að þetta yrði metið til mun meiri refsingar heldur en raun ber vitni,“ segir Arthur.
Hann segist hafa orðið orðlaus þegar hann hafi séð dómsniðurstöðuna, af því að hann hafi átt von á því að þetta yrði metið miklu þyngra.
„Eins og þetta lítur út fyrir mér þá vita þeir að maðurinn er í sjónum og vita að báturinn er að sökkva og skipstjórinn tekur ákvörðun um það og greinilega með samþykki stýrimannsins að láta þetta eiga sig,“ segir hann.
„Ég hefði haldið að þetta væri tilraun til manndráps,“ segir Arthur.
Hann segir málið grafalvarlegt. „Ég hef talað um þetta við vini mína og það er nákvæmlega sama hljóðið í þeim, þeir skilja ekkert í þessu,“ segir hann.
„Þessi niðurstaða er bara grín,“ segir Arthur.
Hann segir það síður en svo óþekkt í heiminum að smábátar séu sigldir niður af mjög stórum skipum og að það gerist á hverju einasta ári í einhverju mæli.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |