„Enginn flokkur tekið málið í fangið“

Árni Baldursson segist ekki skilja af hverju enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi hafi tekið „fiskeldismálið“ í fangið og eignað sér það. Hann segist sannfærður um að sá stjórnmálaflokkur sem það geri muni sópa til sín fylgi.

Árni er gestur Dagmála í dag og er nýkominn frá Noregi þar sem hann upplifði á eigin skinni þá undrun, reiði og sorg sem Norðmenn og þúsundir erlendra gesta létu í ljós þegar norska ríkisstjórnin lokaði mörgum af bestu laxveiðiám landsins með stuttum fyrirvara.

Árni fer yfir það hvernig skefjalaus netaveiði ásamt veiðimenningu Norðmanna er að taka stóran toll af veikburða laxastofnum. Hins vegar segir hann að þeir þættir séu með þeim hætti að þar geti menn tekið upp netin og farið í að veiða og sleppa. Þátturinn sem er óafturkræfur er fiskeldið og þau áhrif sem laxeldi í opnum sjókvíum hefur á villta laxinn.

Norskir vasar fullir af gulli

Árni segir að ríkisstjórnin þurfi að ákveða sig hvort þeir vilja fórna íslenskri náttúru og fylla norska vasa af íslensku gulli eða standa með íslenskri náttúru og fólkinu í landinu. Það sé einfaldlega ákvörðun menn þurfi að taka en þeir sömu stjórnmálamenn skuli líka átta sig á því þeirri ákvörðun fylgir ábyrgð. „Þetta verður geymt en ekki gleymt.“

Fáir þekkja betur til á hinum alþjóðlega markaði þegar kemur að veiði á laxi, en Árni Baldursson. Hann hefur veitt í öllum löndum þar sem Atlantshafslaxinn á sér heimkynni. Hann þekkir sögu fiskeldisæfinga Norðmanna í Chile. Vesturströnd Skotlands þar sem fiskeldi er stundað er nánast orðin laxlaus og Kanadamenn eru búnir að leggja til fimm ára aðlögunartíma áður laxeldi í sjókvíum verður aflagt.

Árni tekur hins vegar undir það að umræðan um þessi mál hafi verið á köflum of mikil hróp og frammí köll. Það breyti því hins vegar ekki að stjórnmálamenn verði að horfa til skaðans í Noregi þegar þing kemur saman að hausti og tekur á nýjan leik upp frumvarp um fiskeldi.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »