Hnúfubakar eru félagslyndir tækifærissinnar

Hnúfubakurinn getur verið ólíkur öðrum hvölum, en hann er mun …
Hnúfubakurinn getur verið ólíkur öðrum hvölum, en hann er mun forvitnari og minna smeykur við að nálgast mannfólk og báta. Ljósmynd/Óskar Andri Víðisson

Hnúfu­bak­ar hafa verið óhrædd­ir við að spóka sig við hafn­ir Íslands. Nú erum um tíu hnúfu­bak­ar við höfn­ina í Borg­ar­f­irði eystri og seg­ir hvala­sér­fræðing­ur þá vera fé­lags­lynd­ar ver­ur sem hræðast ekki fólk, en það sé þó sér­stak­lega eitt sem dreg­ur þá svona ná­lægt landi.

„Þetta er ekk­ert alóvana­legt en þetta er eina stór­hvala­teg­und­in, hér í þess­um hluta heims­ins get­um við sagt eða alla­vega í kring­um Ísland, sem á það til að koma inn í mikl­ar grynn­ing­ar ef það er ein­hverja girni­lega fæðu að hafa.“

Þetta seg­ir Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir, lektor í líf­fræði við Há­skóla Íslands og hvala­sér­fræðing­ur, í sam­tali við mbl.is, spurð um hvað hún telji gera það að verk­um að stór hóp­ur hnúfu­baka hafi gert vart við sig við höfn Borg­ar­fjarðar eystri síðustu daga.

Þarf að vera mik­il fæða sem dreg­ur þá að

Edda er ekki búin að kynna sér hvað það var sem laðaði hnúfu­bak­ana að höfn­inni á Borg­ar­f­irði eystri en það kæmi henni ekki á óvart ef um síld væri að ræða.

„Yf­ir­leitt er það ein­hver fæða, sem er í nógu miklu magni, sem dreg­ur þá sam­an í svona fjölda. Eins og þegar þeir hafa verið að koma inn í Hafn­ar­fjarðar­höfn hef­ur verið tölu­vert af fiski í höfn­inni,“ bæt­ir hún við.

Hval­ir eru held­ur vanafast­ir þegar kem­ur að fæðuvali og staðsetn­ingu henn­ar seg­ir Edda. Hnúfu­bak­ur­inn aft­ur á móti er meiri tæki­færissinni hvað það varðar og get­ur flakkað meira á milli staðsetn­inga og fæðuteg­unda. Það ger­ir það að verk­um að hann get­ur birst á þeim stöðum sem telj­ast held­ur óvana­leg­ir, eins og til dæm­is al­veg uppi við land.

„Það end­ur­spegl­ar svo­lítið þenn­an tæki­færissinnaða lífs­stíl þegar þeir birt­ast á þess­um meira óvana­legu stöðum“, bæt­ir hún við.

Hóp­dýr sem veiða sam­an

Edda seg­ir að mjög eðli­legt þyki að hnúfu­bak­ar haldi sig í stór­um hóp­um, sér­stak­lega ef þeir kom­ast að góðum fæðublett. Þá eru þeir þekkt­ir fyr­ir það að vinna sam­an við veiðar.

„Ver­andi hóp­dýr, sem vinna sam­an við veiðar og geta farið í mikl­ar grynn­ing­ar, er þetta ekk­ert stórfurðulegt. En ger­ist þó ekki oft,“ seg­ir Edda og bæt­ir við að það sé kannski ekki oft sem það séu góðir fæðublett­ir al­veg uppi við land þó það geti gerst.

Hnúfubakur getur náð um 15 metra lengd og vegið um …
Hnúfu­bak­ur get­ur náð um 15 metra lengd og vegið um 40 tonn. Samt sem áður sæk­ir hann í grynn­ing­ar. Ljós­mynd/​Eyrún Lýdía Sæv­ars­dótt­ir

Geta vegið 40 tonn og eru for­vitn­ir

Hnúfu­bak­ar eru sér­stak­ir hvað þetta varðar seg­ir Edda. Þeir eru stór­hveli sem geta náð allt að 40 tonn­um að þyngd og 15 metr­um að lengd. Önnur stór­hveli halda sig yf­ir­leitt lengra frá öll­um manna­ferðum og al­mennt lengra frá landi.

Hrefn­an get­ur þó haldið sig ná­lægt landi en Edda seg­ir að hún sé kvik­ari en hnúfu­bak­ur­inn og meira vör um sig á meðan hnúfu­bak­ur­inn er held­ur slak­ari, eins og í kring­um báta. þeir eru for­vitn­ir og koma oft sjálf­ir mjög ná­lægt bát­um og fólki.

Ver­andi þrett­án til fimmtán metra löng dýr virðist ekk­ert á þá fá því Edda seg­ir þá vera lipra og sækj­ast í mikl­ar grynn­ing­ar ef mat er þar að finna. Þeir koma ekki ef aðeins ör­fá­ir fisk­ar eru, held­ur þarf að vera ákveðið magn fæðu.

Hnúfu­bak­ar end­ur­spegla breyt­ing­ar í haf­inu

„Hnúfu­bak­ar eru áhuga­verðir hvað varðar karakt­er­ein­kenni, fé­lags­lyndi og for­vitni,“ seg­ir Edda.

„Ef það er eitt­hvað óvana­legt í gangi í sjón­um, eins og breyt­ing á út­breiðslu fiska sem dæmi, get­um við bú­ist við að hnúfu­bak­ar birt­ist. Þeir end­ur­spegla svo­lítið breyt­ing­ar í haf­inu og breyt­ing­ar á út­breiðslu­mynstri fiska og það er það sem við erum að sjá mjög mikið,“ seg­ir Edda.

Á bil­inu 11.000 til 15.000 hnúfu­baka halda sig við Íslands­strend­ur og teygja sig til Græn­lands og Fær­eyja. Virðist sem svo að stofn­inn sé í stöðug­leika, seg­ir Edda að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »