Sæsnigill, sem nefndur er svartserkur, er ný framandi tegund í fjörum hér við land. Áður hafði hann einungis fundist við austurströnd Kyrrahafs að því er kemur fram í vísindagrein sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar og Náttúrustofu Suðvesturlands hafa birt á vef Cambridge-háskóla.
Vísindamennirnir telja líklegast að dýrin hafi borist til Íslands með skipum, annaðhvort í kjölvatni eða sem ásætur.
Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að fyrst haf vart við eggjasekki svartserks, sem eru frekar stórir og áberandi, árið 2020 í Sandgerði og síðar sáust þeir í Fossvogi. Í júní 2022 fundust eggjasekkir við innanverðan Breiðafjörð en í ágúst 2023 fundust fyrstu dýrin í Breiðafirði.
Greint var frá þessari nýju fjörulífveru á líffræðiráðstefnu sl. haust og var óskað eftir upplýsingum um frekari útbreiðslu. Nú hafa bæst við allmargir fundarstaðir, bæði við Faxaflóa og víða í Breiðafirði, m.a. í Hvallátrum.
Í byrjun ágúst voru starfsmenn Hafrannsóknastofnunar staddir í botni Dýrafjarðar þegar þeir rákust á eggjasekki og dýr. Eins fundust svartserkir og egg í Arnarfirði og á Barðaströnd. Segir á vef Hafró að nyrsta þekkta útbreiðsla svartserks sé því við Dýrafjörð en trúlega sé hann að finna víðar á Vestfjörðum.
Svartserkur hefur aðallega fundist á skjólsælum leirum. Dýrin ferðast um hulin seti og því getur verið erfitt að koma auga á þau en eggjasekkina er auðvelt að sjá.
Sæsnigill af sömu ættkvísl en annari tegund hefur fundist á Madeira, Kanaríeyjum og Grænhöfðaeyjum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
20.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 298 kg |
Þorskur | 175 kg |
Karfi | 161 kg |
Ýsa | 52 kg |
Ufsi | 8 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 696 kg |
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 88 kg |
Steinbítur | 28 kg |
Sandkoli | 13 kg |
Þykkvalúra | 1 kg |
Samtals | 130 kg |
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 850 kg |
Skarkoli | 707 kg |
Þorskur | 372 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 11 kg |
Samtals | 2.041 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
20.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 298 kg |
Þorskur | 175 kg |
Karfi | 161 kg |
Ýsa | 52 kg |
Ufsi | 8 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 696 kg |
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 88 kg |
Steinbítur | 28 kg |
Sandkoli | 13 kg |
Þykkvalúra | 1 kg |
Samtals | 130 kg |
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 850 kg |
Skarkoli | 707 kg |
Þorskur | 372 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 11 kg |
Samtals | 2.041 kg |