Forstjóri MAST og tveir starfsmenn stofnunarinnar hafa gefið út kæru vegna skoðanagreinar sem birtist á Vísi þann 16. júlí.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST.
Í tilkynningunni er hinn kærði ekki nafngreindur en ætla má að um sé að ræða Ester Hilmarsdóttur sem birti skoðanagrein sem ber fyrirsögnina „Af glyðrugangi eftirlitsstofnana“.
Ester skrifaði greinina í tilefni þess að MAST veitti Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi.
Þar sakar hún starfsmenn MAST um að „skaka sér í skrifstofustólunum og skrjáfa svo seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra um leið og þeir skrifi upp á rekstarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar“.
Ester hafnar því alfarið að eitthvað saknæmt sé að finna í skrifum hennar.
„Ég hafna því alfarið að nokkuð saknæmt sé að finna í skrifum mínum um glyðrugang eftirlitsstofnanna sem forstjóri Matvælastofnunar (MAST) og tveir starfsmenn hennar hafa kosið að kæra mig fyrir til lögreglu.[...]. Eftirlitsstofnanir eru ekki yfir gagnrýni hafnar frekar en aðrir,“ skrifar Ester í yfirlýsingu sinni.
Í tilkynningunni sem MAST sendi frá sér vegna málsins segir að stofnunin vinni faglega að umsóknum um rekstrarleyfi fiskeldis.
„Forstjóri stofnunarinnar og starfsmenn sem komu að meðferð og útgáfu rekstrarleyfisins telja að með framkominni aðdróttun sé alvarlega vegið að heiðri og æru þeirra og verði ekki komist hjá öðru en að kæra skrifin til lögreglu,“ segir í tilkynningunni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.1.25 | 577,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.1.25 | 663,69 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.1.25 | 382,25 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.1.25 | 233,77 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.1.25 | 184,42 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.1.25 | 218,13 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.1.25 | 220,51 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 877 kg |
Karfi | 138 kg |
Steinbítur | 114 kg |
Langa | 110 kg |
Hlýri | 43 kg |
Þorskur | 42 kg |
Keila | 22 kg |
Samtals | 1.346 kg |
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.502 kg |
Ýsa | 626 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 2.196 kg |
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.236 kg |
Ýsa | 237 kg |
Þorskur | 54 kg |
Steinbítur | 54 kg |
Sandkoli | 9 kg |
Þykkvalúra | 3 kg |
Samtals | 1.593 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.1.25 | 577,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.1.25 | 663,69 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.1.25 | 382,25 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.1.25 | 233,77 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.1.25 | 184,42 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.1.25 | 218,13 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.1.25 | 220,51 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 877 kg |
Karfi | 138 kg |
Steinbítur | 114 kg |
Langa | 110 kg |
Hlýri | 43 kg |
Þorskur | 42 kg |
Keila | 22 kg |
Samtals | 1.346 kg |
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.502 kg |
Ýsa | 626 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 2.196 kg |
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.236 kg |
Ýsa | 237 kg |
Þorskur | 54 kg |
Steinbítur | 54 kg |
Sandkoli | 9 kg |
Þykkvalúra | 3 kg |
Samtals | 1.593 kg |