42% minna af makríl

Vísitala makríls hefur lækkað um 66%.
Vísitala makríls hefur lækkað um 66%. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Vísitala lífmassa makríls var metin 2,51 milljón tonn sem er tæplega 42% lækkun frá árinu 2023 og er minnsti lífmassi sem mælst hefur síðan 2007.

Þetta kemur fram í tilkynningu Hafrannsóknarstofnun um niðurstöður uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem var farinn á tímabilinu 28. júní til 2. ágúst.

Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlandshafinu að sumarlagi en jafnframt að rannsaka vistkerfi og umhverfi sjávar.

Leiðangurssvæðið var 2,2 ferkílómetrar sem er 6% minna en síðasta ár þar sem yfirferð skipa fyrir sunnan og vestan Ísland og norður Noregshafi var minni vegna samdráttar í útbreiðslu makríls.

Vísitala um magn makríls reiknuð fyrir reiti (2 breiddargráður og …
Vísitala um magn makríls reiknuð fyrir reiti (2 breiddargráður og 4 lengdargráður) í júlí og ágúst 2024. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnun

Útbreiðsla minnkar

Vísitala makríls í ár er 66% lægri en langtímameðaltal gagnaseríunnar sem rúmar um 7,5 milljónir tonna. Útbreiðsla makríls við Ísland var minni en á síðasta ári og var mesti þéttleikinn fyrir utan landsgrunnsbrúnina fyrir suðaustan landið. Ekkert mældist af makríl fyrir vestan og sunnan landið.

Samt sem áður mældist um 19,9% af heildarlífmassa makríls í íslenskri landhelgi samanborið við 10,3% síðasta ár og er það vegna mikils afla á einni togstöð. Líkt og undanfarin ár var meiri hluti stofnsins í Noregshafi og þá sérstaklega suðvestan til.

Vísitala fyrir lífmassa makríls fyrir árin 2007 og árlega frá …
Vísitala fyrir lífmassa makríls fyrir árin 2007 og árlega frá 2010 til 2024. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnun

Vísitala síldar 24% lægri

Vísitala fyrir lífmassa kolmunna út frá bergmálsmælingum var metin tæplega 2 milljón tonn sem er um það bil sama og á síðasta ári. Vísitala fyrir lífmassa síldar út frá bergmálsmælingum var metin tæplega 3.8 milljón tonn sem er ríflega 24% lægra en á síðasta ári.

Samkvæmt gervihnattagögnum var meðaltalshitastig í yfirborðslögum sjávar austan, sunnan og vestan við Ísland lægra í júlí en á sama tíma í fyrra og ýmist álíka eða fyrir neðan meðaltal síðustu 20 ára. Fyrir norðan landið var hitastig hærra í ár en áfram undir 20 ára meðaltali. Í norðurhluta Noregshafs var yfirborðshiti yfir meðaltali síðustu 20 ára en nálægt meðaltalinu í suðurhlutanum.

Vísitala um magn dýrasvifs á hafsvæðinu í júlí við Ísland og í Noregshafi minnkaði lítillega samanborið við síðasta sumar og var álíka og langtímameðaltal leiðangursins síðan 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.8.24 478,91 kr/kg
Þorskur, slægður 29.8.24 374,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.8.24 185,50 kr/kg
Ýsa, slægð 29.8.24 168,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.8.24 195,24 kr/kg
Ufsi, slægður 29.8.24 242,35 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 29.8.24 246,53 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.8.24 Glær KÓ 9 Handfæri
Þorskur 718 kg
Samtals 718 kg
29.8.24 Steinunn ST 26 Handfæri
Þorskur 1.170 kg
Samtals 1.170 kg
29.8.24 Þröstur ÓF 42 Handfæri
Þorskur 630 kg
Samtals 630 kg
29.8.24 Sæbyr ST 25 Handfæri
Þorskur 1.168 kg
Ufsi 42 kg
Samtals 1.210 kg
29.8.24 Njörður BA 114 Handfæri
Þorskur 845 kg
Samtals 845 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.8.24 478,91 kr/kg
Þorskur, slægður 29.8.24 374,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.8.24 185,50 kr/kg
Ýsa, slægð 29.8.24 168,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.8.24 195,24 kr/kg
Ufsi, slægður 29.8.24 242,35 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 29.8.24 246,53 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.8.24 Glær KÓ 9 Handfæri
Þorskur 718 kg
Samtals 718 kg
29.8.24 Steinunn ST 26 Handfæri
Þorskur 1.170 kg
Samtals 1.170 kg
29.8.24 Þröstur ÓF 42 Handfæri
Þorskur 630 kg
Samtals 630 kg
29.8.24 Sæbyr ST 25 Handfæri
Þorskur 1.168 kg
Ufsi 42 kg
Samtals 1.210 kg
29.8.24 Njörður BA 114 Handfæri
Þorskur 845 kg
Samtals 845 kg

Skoða allar landanir »