Ólafur E. Jóhannsson
Hugmyndir eru uppi um eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega, áætluð velta 26 milljarðar króna á ári og fjárfestingin 20 milljarðar í fastafjármunum og 10 milljarðar í lífmassa.
Það er fyrirtækið Kleifar fiskeldi sem stendur að þessu verkefni, en í fyrirsvari fyrir það félag er Róbert Guðfinnsson, stofnandi Genís og einn eigenda Hólshyrnu. Einnig kemur Árni Helgason verktaki í Ólafsfirði að verkefninu, ásamt öðrum fjárfestum.
Ætlunin er að eldið verði þríþætt; seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Talið er að fimm ár taki að koma eldinu á laggirnar, eftir að öll tilskilin leyfi hafa fengist.
Óskað hefur verið eftir burðarþolsmati á Siglufirði, Héðinsfirði, Ólafsfirði og Eyjafirði, en skoðaðir verða möguleikar á eldiskvíum í fjörðunum.
Sjö nærliggjandi sveitarfélögum verður boðinn um 1,4% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, eða samtals 10,1%. Hlutabréfin verða í hlutabréfaflokki sem fær arðgreiðslur og er varinn gagnvart þynningu, en án atkvæðisréttar og óheimilt verður að framselja bréfin.
„Þannig munu sveitarfélögin sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öllum arðgreiðslum félagsins um ókomna framtíð. Við ætlum að tryggja það að sveitarfélögin fái sinn skerf og að ekki gerist aftur það sama og þegar kvótakerfið í sjávarútvegi var endurskipulagt með tilheyrandi hagræðingu, að sveitarfélögin sátu eftir tekjulaus,“ segir Róbert Guðfinnsson í samtali við Morgunblaðið.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
20.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 298 kg |
Þorskur | 175 kg |
Karfi | 161 kg |
Ýsa | 52 kg |
Ufsi | 8 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 696 kg |
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 88 kg |
Steinbítur | 28 kg |
Sandkoli | 13 kg |
Þykkvalúra | 1 kg |
Samtals | 130 kg |
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 850 kg |
Skarkoli | 707 kg |
Þorskur | 372 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 11 kg |
Samtals | 2.041 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
20.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 298 kg |
Þorskur | 175 kg |
Karfi | 161 kg |
Ýsa | 52 kg |
Ufsi | 8 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 696 kg |
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 88 kg |
Steinbítur | 28 kg |
Sandkoli | 13 kg |
Þykkvalúra | 1 kg |
Samtals | 130 kg |
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 850 kg |
Skarkoli | 707 kg |
Þorskur | 372 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 11 kg |
Samtals | 2.041 kg |