Veiddu fyrir 198 milljarða í fyrra

Það kom sér ekki að sök þótt að íslensk fiskiskip …
Það kom sér ekki að sök þótt að íslensk fiskiskip veiddu minna í fyrra en árið á undan, þar sem aflaverðmæti jókst um 1% á milli ára. mbl.is/Árni Sæberg

Heildarafli íslenskra skipa árið 2023 var 1.375 þúsund tonn sem er um það bil 3% minni afli en landað var árið 2022. Hins vegar jókst aflaverðmæti við fyrstu sölu um 1% á milli ára en það nam ríflega 198 milljörðum króna á síðasta ári.

Samkvæmt Hagstofunni veiddust alls tæplega 402 þúsund tonn af botnfiski sem er 7% minna en árið 2022. Þá dróst á sama tíma aflaverðmæti botnfiskaflans saman um 7%, eða úr 136 milljörðum króna í 126 milljarða króna.

Mest veitt af loðnu

Af botnfiski nam þorskaflinn alls 220 þúsund tonnum á síðasta ári og aflaverðmæti hans við fyrstu sölu nam tæplega 81 milljarði króna.

Afli uppsjávartegunda var rúm 946 þúsund tonn árið 2023, sem er um 1% minni afli en árið áður. Af uppsjávarafla veiddu íslensk uppsjávarskip mest af loðnu, eða tæp 326 þúsund tonn, og tæp 293 þúsund tonn veiddust af kolmunna.

Aflaverðmæti uppsjávaraflans jókst um 22% frá fyrra ári og skiptust 58 milljarðar króna nokkuð jafnt á milli kolmunna, loðnu, makríls og síldar.

Af flatfiski veiddust tæplega 21 þúsund tonn árið 2023 og nam aflaverðmætið um 12 milljörðum króna.

Löndun skelfisks og krabbadýra dróst saman um 5% og var tæplega 5,8 þúsund tonn að verðmæti 1,2 milljarðar króna.

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar var töluverður munur á milli janúarmánaða í veiddum afla árin 2023 og 2022. Til að mynda veiddust 220 þúsund tonn árið 2022, eða 50% meira en á sama tímabili í fyrra, en þá veiddust 110 þúsund tonn. Þrátt fyrir þann mun var aflaverðmætið eingöngu 6% meira í janúar 2022, samanborið við sama tíma í fyrra.

 

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 577,49 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 382,25 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 184,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 218,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 220,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.236 kg
Ýsa 237 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 54 kg
Sandkoli 9 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 577,49 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 382,25 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 184,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 218,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 220,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.236 kg
Ýsa 237 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 54 kg
Sandkoli 9 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »