Umboðsmaður krefur ráðherra svara

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að matvælaráðuneytið lýsi rökstuddri afstöðu sinni til þess hvernig meðferð þess á umsókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum sem send var ráðuneytinu 30. janúar sl. samrýmist grundvallarreglu stjórnsýsluréttar um málshraða og þá m.a. með hliðsjón af þeim hagsmunum sem fyrirtækið hafði af skjótri úrlausn málsins til þess að geta skipulagt atvinnurekstur sinn fyrir sumarið 2024.

Vísar umboðsmaður þar til þeirrar grundvallarreglu stjórnsýsluréttar að ákvarðanir stjórnvalda skuli teknar svo fljótt sem unnt er.

Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem Morgunblaðið hefur undir höndum, en Hvalur sendi umboðsmanni kvörtun yfir málsmeðferð ráðherrans síðari hluta ágústmánaðar sl.

Hafrannsóknarstofnun eini lögbundni umsagnaraðilinn

Í bréfinu er ferill málsins rakinn frá því að leyfisumsóknin var send ráðuneytinu, uns ráðherra ákvað loks 11. júní sl. að heimila hvalveiðar til eins árs, þótt sótt hafi verið um leyfi til lengri tíma.

Umboðsmaður spyr ráðherrann m.a. hvernig á því standi að ráðuneytið óskaði fyrst eftir lögbundinni umsókn Hafrannsóknastofnunar fjórum mánuðum eftir að umsókn Hvals barst ráðuneytinu.

Skv. lögum um hvalveiðar er Hafrannsóknastofnun eini lögbundni umsagnaraðilinn, en þrátt fyrir það leitaði ráðuneytið einnig eftir umsögnum 15 annarra „hagaðila“ og spyr umboðsmaður af hverju það hafi ekki verið gert fyrr.

Spurt hvers vegna leyfið gilti ekki til fimm ára

Einnig er ráðherrann beðinn að útskýra hvers vegna ráðuneytið taldi yfirhöfuð þörf á að leita umsagna hjá aðilunum 15 og með hvaða hætti þeim hafi verið ætlað að stuðla að því að málið yrði „nægjanlega upplýst“ áður en ákvörðun yrði tekin.

Athygli vekur að umboðsmaður setur orðin nægjanlega upplýst innan gæsalappa. Þá spyr umboðsmaður hvaða málefnalegu sjónarmið hafi legið því til grundvallar að leyfi Hvals til hvalveiða gilti einungis út árið 2024, en ekki til fimm ára eins og venja hefur verið frá árinu 2009.

„Er sérstaklega óskað eftir skýringum á því hvort og þá hvernig mat hafi verið lagt á meðalhóf við töku þessarar ákvörðunar með hliðsjón af atvinnuhagsmunum Hvals hf.,“ segir umboðsmaður sem vísar jafnframt til fyrra álits embættisins um stjórnsýslu matvælaráðherra í veitingu leyfis til hvalveiða árið 2023.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »