Skipum fækkar ef fjármagn fæst ekki

Endurnýja þarf flota björgunarskipanna, sem sum eru orðin ára-tugagömul og …
Endurnýja þarf flota björgunarskipanna, sem sum eru orðin ára-tugagömul og slitin eftir því. Mynd frá æfingu björgunarfólks á Siglufirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjármögnun endurnýjunar björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ekki gengið eins vel og vonir stóðu til en ljóst er að ef ekki næst að ljúka fjármögnuninni á næstu árum mun þurfa að fækka björgunarskipum við strendur landsins.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Kristjáns Þórs Harðarsonar, framkvæmdastjóra Landsbjargar, við fyrirspurn mbl.is.

Hófu söfnun fyrir skipunum

Stefán Jón Pétursson, meðstjórnandi í Björgunarsveitinni Blakki á Patreksfirði, vakti athygli á málinu í Facebook-færslu í gær.

Þar rekur hann að staðið hafi til að endurnýja flotann, sem telur 13 skip, um nokkurt skeið.

Þrjú endurnýjuð skip eru þegar komin til landsins og það fjórða er á leiðinni

„Þessi gömlu skip eru flest um fjörutíu ára gömul og algjörlega úr sér gengin. Nú er hins vegar komin upp sú staða að líklegt er að þessi níu skip verði ekki endurnýjuð. Hefur gengið brösuglega að fjármagna þau og er komin sú staða að 30. september vantar 170 milljónir til að halda þessari vegferð áfram og halda samningnum við skipasmíðastöðina lifandi,“ segir Stefán í færslunni en í henni bendir hann sömuleiðis á að Blakkur hafi hafið söfnun vegna verkefnisins.

Ekki gengið jafn vel og vonast var til

Í skriflegu svari sínu við spurningum mbl.is um málið staðfestir Kristján Þór þennan vanda við fjármögnunina.

„Það er rétt, eins og fram kom í færslu á samfélagsmiðlum á föstudag, að fjármögnun endurnýjunar björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ekki gengið eins vel og vonir stóðu til.

Það er einnig rétt að nú í byrjun október rennur upp sú dagsetning að samningur okkar við skipasmíðastöðina kveður á um að staðfesting á næsta skipi skuli liggja fyrir,“ segir Kristján en hann bendir á að verkefnið sé ekki í neinu uppnámi enn og að viðræður um fjármögnun standi yfir.

Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Ljósmynd/Landsbjörg

Viðræður við útgerðina og ríkið 

„Viðræður við til að mynda útgerðina um myndarlega aðkomu hennar að verkefninu standa enn, og það er von félagsins að útgerðin muni koma að verkefninu, enda hafa útgerðir landsins staðið myndarlega við bakið á félaginu í gegnum tíðina og tekið þátt í fjármögnun þeirra þriggja skipa sem eru komin til landsins,“ segir Kristján og bætir við:

„Jákvæðar viðræður standa ennfremur yfir við íslenska ríkið um aðkomu þess, en verð skipanna hefur hækkað í krónum talið frá því að upphæð hlutar ríkisins var ákveðin í fjárlögum.“

Að lokum bendir Kristján þá á að ef ekki tekst að staðfesta smíði á næsta skipi á tilsettum tíma, er hætt við að Landsbjörg þurfi að bjóða verkefnið út á ný, með tilheyrandi töfum og kostnaði.

Reksturinn æ erfiðari

„Eftir sem áður er það sá raunveruleiki sem við okkur blasir að af 13 björgunarskipum félagsins, eru 9 sem eftir standa í endurnýjunaráætluninni, þar af 7 sem eru komin á eða yfir fertugsaldurinn. Rekstur þeirra verður æ erfiðari og nánast útilokað er að fá varahluti í elstu skipin ef þau bila,“ segir Kristján og bætir við:

„Það er því ábyrgðarhluti af félaginu að halda þeim skipum á sjó. Við munum ekki bjóða sjálfboðaliðum upp á að fara út á skipum, jafnvel í skaðræðisveðri, þegar öryggi þeirra sjálfra er ekki tryggt. Því er ljóst að ef ekki næst að ljúka fjármögnun allra skipa, mun þeim fækka á allra næstu árum.“

Björgunarskipið Gísli Jóns. 13 björgunarskip eru nú starfrækt á Íslandi.
Björgunarskipið Gísli Jóns. 13 björgunarskip eru nú starfrækt á Íslandi. Ljósmynd/Gústi Productions
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »