400 tonna hal af norsk-íslenskri síld

Útgerðarstjóri Ísfélagsins segir veiðar hafa gengið vel á norsk-íslensku síldinni …
Útgerðarstjóri Ísfélagsins segir veiðar hafa gengið vel á norsk-íslensku síldinni á miðunum fyrir austan. mbl.is/Gunnar Kristjáns

Íslensk uppsjávarskip hófu veiðar á norsk-íslensku síldinni í byrjun mánaðarins fyrir austan land og mega þau veiða samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu rúm 61 þúsund tonn á þessu ári, en í fyrra nam veiðin 87.500 tonnum og árið þar á undan nam úthlutunin rúmum 102.400 tonnum.

Síldarvinnslan í Neskaupstað fékk mest úthlutað eða rúm 12.300 tonn og þar á eftir Ísfélagið í Vestmannaeyjum með ríflega 11.600 þúsund tonn.

Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum segir að veiðar hafi gengið vel þótt veður hafi sett strik í reikninginn.

„Frá því veiðar hófust í septemberbyrjun á norsk-íslensku síldinni hefur veiðin hjá skipum okkar gengið ágætlega. Uppsjávarskipin okkar hafa veitt um það bil 7 til 8 þúsund tonn og eiga eftir að veiða um 5 þúsund tonn,“ segir Eyþór í samtali við Morgunblaðið.

Fínasta síld

Hann segir að veður hafi sett svip sinn á veiðarnar en síðan hafi rofað til.

„Í fyrri hluta september voru leiðindabrælur á miðunum, sem gerði veiðarnar aðeins erfiðari, en í síðustu viku var fínt veður og skipin fundu meira magn aðeins sunnar en verið hefur,“ segir Eyþór.

Aðspurður segir hann að bæði sé stutt á miðin, eða 20 til 30 sjómílur frá landi, og í löndunarhafnir.

„Það er mjög stutt fyrir skipin að fara á miðin hérna fyrir austan land. Það er einnig stutt fyrir þau að fara í næstu löndunarhöfn okkar á Þórshöfn og fyrir Austfirðingana er það jafnvel enn styttra,“ segir Eyþór.

Hann segir aðspurður að þetta sé fínasta 350 til 400 gramma síld og það hafi verið mokveiði í fyrradag.

„Sigurður VE var að taka 300 til 400 tonna hal af síldinni þannig að það er ekki hægt að kvarta undan svoleiðis veiði,“ segir Eyþór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 298 kg
Þorskur 175 kg
Karfi 161 kg
Ýsa 52 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 696 kg
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 88 kg
Steinbítur 28 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 130 kg
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 850 kg
Skarkoli 707 kg
Þorskur 372 kg
Steinbítur 57 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 2.041 kg

Skoða allar landanir »