8% samdráttur í útflutningi

Útflutningsverðmæti Dróst saman í nær öllum flokkum sjávarafurða í ágúst …
Útflutningsverðmæti Dróst saman í nær öllum flokkum sjávarafurða í ágúst og mest á söltuðum og þurrkuðum afurðum eða um 58%. Kristinn Magnússon

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 25 milljörðum króna í ágúst samkvæmt bráðbirgðatölum sem Hagstofan birti á dögunum.

Það mun vera 8% samdráttur í krónum talið, miðað við ágúst á síðasta ári.

Þá hafði lækkun á gengi krónunnar í ágúst sín áhrif, eftir hafa verið fremur stöðug framan af ári. Af þeim sökum var samdrátturinn í ágúst meiri mældur í erlendum gjaldeyri eða tæp 13%.

Í greiningu Radarsins kemur fram að samdráttinn megi rekja til flestra vinnsluflokka, útflutningsverðmæti þeirra allra dróst saman á milli ára í ágúst, að tveimur flokkum undanskildum.

Til að mynda dróst útflutningsverðmæti á frystum flökum saman um fjórðung á föstu gengi og nam alls 4,4 milljörðum í ágúst.

Þá dróst útflutningsverðmæti fiskimjöls saman um 28% og nam verðmæti þess um 3,1 milljarði í nýliðnum ágústmánuði.

Mestur samdráttur var í útflutningsverðmæti saltaðra og þurrkaðra afurða sem dróst saman um 58% á milli ára. Verðmæti þeirra nam um 760 milljónum króna í ágúst, en það hefur ekki verið minna í einum mánuði síðan Hagstofan hóf mælingar, eða frá janúar 2002.

Minni samdráttur var í öðrum flokkum, ferskum afurðum (6%) og heilfrystum (9%).

Ágúst var hins vegar stór mánuður í útflutningi á lýsi og nam útflutningsverðmætið um 4,3 milljörðum króna sem er 29% aukning á milli ára á föstu gengi.

Góð aukning var einnig í útflutningsverðmæti rækju sem jókst um 16% á milli ára en það hefur litla vigt í heildarsamhenginu, segir í greiningu Radarsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.9.24 472,91 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.24 496,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.24 284,47 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.24 288,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.24 243,50 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.24 286,20 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.24 236,50 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.9.24 252,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 3.588 kg
Þorskur 2.639 kg
Ýsa 19 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 6.264 kg
26.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 684 kg
Hlýri 79 kg
Karfi 34 kg
Ýsa 30 kg
Keila 23 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Ufsi 4 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 884 kg
26.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 3.994 kg
Keila 369 kg
Þorskur 347 kg
Karfi 254 kg
Langa 251 kg
Hlýri 151 kg
Ufsi 94 kg
Samtals 5.460 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.9.24 472,91 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.24 496,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.24 284,47 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.24 288,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.24 243,50 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.24 286,20 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.24 236,50 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.9.24 252,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 3.588 kg
Þorskur 2.639 kg
Ýsa 19 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 6.264 kg
26.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 684 kg
Hlýri 79 kg
Karfi 34 kg
Ýsa 30 kg
Keila 23 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Ufsi 4 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 884 kg
26.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 3.994 kg
Keila 369 kg
Þorskur 347 kg
Karfi 254 kg
Langa 251 kg
Hlýri 151 kg
Ufsi 94 kg
Samtals 5.460 kg

Skoða allar landanir »