Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 25 milljörðum króna í ágúst samkvæmt bráðbirgðatölum sem Hagstofan birti á dögunum.
Það mun vera 8% samdráttur í krónum talið, miðað við ágúst á síðasta ári.
Þá hafði lækkun á gengi krónunnar í ágúst sín áhrif, eftir hafa verið fremur stöðug framan af ári. Af þeim sökum var samdrátturinn í ágúst meiri mældur í erlendum gjaldeyri eða tæp 13%.
Í greiningu Radarsins kemur fram að samdráttinn megi rekja til flestra vinnsluflokka, útflutningsverðmæti þeirra allra dróst saman á milli ára í ágúst, að tveimur flokkum undanskildum.
Til að mynda dróst útflutningsverðmæti á frystum flökum saman um fjórðung á föstu gengi og nam alls 4,4 milljörðum í ágúst.
Þá dróst útflutningsverðmæti fiskimjöls saman um 28% og nam verðmæti þess um 3,1 milljarði í nýliðnum ágústmánuði.
Mestur samdráttur var í útflutningsverðmæti saltaðra og þurrkaðra afurða sem dróst saman um 58% á milli ára. Verðmæti þeirra nam um 760 milljónum króna í ágúst, en það hefur ekki verið minna í einum mánuði síðan Hagstofan hóf mælingar, eða frá janúar 2002.
Minni samdráttur var í öðrum flokkum, ferskum afurðum (6%) og heilfrystum (9%).
Ágúst var hins vegar stór mánuður í útflutningi á lýsi og nam útflutningsverðmætið um 4,3 milljörðum króna sem er 29% aukning á milli ára á föstu gengi.
Góð aukning var einnig í útflutningsverðmæti rækju sem jókst um 16% á milli ára en það hefur litla vigt í heildarsamhenginu, segir í greiningu Radarsins.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
20.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 298 kg |
Þorskur | 175 kg |
Karfi | 161 kg |
Ýsa | 52 kg |
Ufsi | 8 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 696 kg |
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 88 kg |
Steinbítur | 28 kg |
Sandkoli | 13 kg |
Þykkvalúra | 1 kg |
Samtals | 130 kg |
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 850 kg |
Skarkoli | 707 kg |
Þorskur | 372 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 11 kg |
Samtals | 2.041 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
20.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 298 kg |
Þorskur | 175 kg |
Karfi | 161 kg |
Ýsa | 52 kg |
Ufsi | 8 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 696 kg |
20.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 88 kg |
Steinbítur | 28 kg |
Sandkoli | 13 kg |
Þykkvalúra | 1 kg |
Samtals | 130 kg |
20.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 850 kg |
Skarkoli | 707 kg |
Þorskur | 372 kg |
Steinbítur | 57 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 11 kg |
Samtals | 2.041 kg |