Aðstæður á Íslandi þykja mjög heppilegar

Hönnun landeldisstöðvar fyrir Laxey í Vestmanneyjum er eitt stærstu verkefnum …
Hönnun landeldisstöðvar fyrir Laxey í Vestmanneyjum er eitt stærstu verkefnum EFLU um þessar mundir. Ljósmynd/EFLA

Hönnunarverkefni fyrir fiskeldisgeirann verða sífellt fyrirferðarmeiri í starfsemi EFLU. Hvert verkefni eru stór að umfangi og kemur sér vel að verkfræðingar félagsins hafa þekkingu á breiðu sviði enda geta fiskeldisstöðvar verið mjög flóknar og gerðar ríkar kröfur um afköst og öryggi.

Smári Guðfinnsson fyrirliði Vélateymis EFLU og hönnunarstjóri landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum, segir vonir standi til að EFLA taki virkan þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem fram undan er í íslenskum fiskeldisiðnaði.

Hjá EFLU starfa um 560 manns og auk höfuðstöðvanna á Íslandi hefur félagið starfsemi í sex Evrópulöndum til viðbótar.

„Við erum með öflugt viðskiptaþróunarsvið sem er alltaf vakandi yfir því hvar tækifærin kunna að leynast á komandi árum. Komum við því snemma auga á þá uppbyggingu sem núna er að fara hraustlega í gang og gátum því verið vel undirbúin nú þegar þessi gluggi er að opnast,“ útskýrir Smári.

Með stærstu verkefnum EFLU um þessar mundir er hönnun landeldisstöðvar fyrir Laxey í Vestmannaeyjum ásamt hönnun á sláturhúsi og seiðaeldisstöð First Water í Þorlákshöfn. Þá hefur EFLA nýlokið hönnun á sláturhúsi fyrir Arctic Fish í Bolungarvík, sem er komið í fullan rekstur.

Um margra ára verkefni er að ræða og segir Smári að EFLA sjái ekki einungis um hönnunarvinnuna heldur annist líka alla leyfisþætti og umhverfismál.

Allt þarf að virka rétt

Stærsta áskorunin felst í að hanna þau kerfi sem sjá um dælingu og meðhöndlun vatns. Er það algjört lykilatriði í fiskeldinu hvernig súrefni er framleitt og hvernig því er dreift í kerin.

Smári segir að þar hafi nýst vel sú reynsla sem starfsfólk EFLU hefur t.d. af gasverkefnum fyrir álverin. Meðhöndlun úrgangs þarf líka að vera í samræmi við ströngustu staðla og þar nefnir Smári að EFLA hafi m.a. nýtt þekkingu úr fyrri verkefnum fyrir gas- og jarðgerðarstöð og hreinsistöðvar fráveitukerfa.

„Í landeldisstöð þurfa mjög margir þættir að vinna saman en á sama tíma verður að vera hægt að tryggja góðan aðskilnað á milli tanka svo að smit geti t.d. ekki borist á milli þeirra,“ útskýrir Smári og tekur undir að í reynd séu fyrirmyndir af skornum skammti því að þau landeldisverkefni sem nú er unnið að á Íslandi séu af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést. „Við höfum skoðað sambærileg verkefni í öðrum löndum og er hver stöð með sínar lausnir og hönnuð í samræmi við aðstæður á hverjum stað.“

Nán­ar um málið í sér­blaði 200 mílna, Lag­ar­líf 2024, sem fylgdi Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.10.24 531,49 kr/kg
Þorskur, slægður 9.10.24 517,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.10.24 279,19 kr/kg
Ýsa, slægð 9.10.24 227,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.10.24 253,51 kr/kg
Ufsi, slægður 9.10.24 283,72 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 9.10.24 299,80 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 9.10.24 214,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.10.24 Sara ÍS 186 Þorskfisknet
Ýsa 514 kg
Þorskur 123 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 654 kg
9.10.24 Seigur III EA 41 Handfæri
Þorskur 803 kg
Samtals 803 kg
9.10.24 Sædís EA 54 Handfæri
Þorskur 231 kg
Ufsi 65 kg
Samtals 296 kg
9.10.24 Björn EA 220 Þorskfisknet
Ufsi 3.092 kg
Samtals 3.092 kg
9.10.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 6.631 kg
Karfi 228 kg
Samtals 6.859 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.10.24 531,49 kr/kg
Þorskur, slægður 9.10.24 517,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.10.24 279,19 kr/kg
Ýsa, slægð 9.10.24 227,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.10.24 253,51 kr/kg
Ufsi, slægður 9.10.24 283,72 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 9.10.24 299,80 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 9.10.24 214,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.10.24 Sara ÍS 186 Þorskfisknet
Ýsa 514 kg
Þorskur 123 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 654 kg
9.10.24 Seigur III EA 41 Handfæri
Þorskur 803 kg
Samtals 803 kg
9.10.24 Sædís EA 54 Handfæri
Þorskur 231 kg
Ufsi 65 kg
Samtals 296 kg
9.10.24 Björn EA 220 Þorskfisknet
Ufsi 3.092 kg
Samtals 3.092 kg
9.10.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 6.631 kg
Karfi 228 kg
Samtals 6.859 kg

Skoða allar landanir »