Ásgeir Ingvarsson
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan rekstur Arnarlax byrjaði að taka á sig mynd árið 2009. Félagið var formlega stofnað á Bíldudal árið 2010 og árið 2013 hófst seiðaframleiðsla í gamalli bleikjustöð á Tálknafirði sem fyrirtækið lét endurnýja.
Fyrsti fiskurinn var settur í sjókvíar árið 2014 og Arnarlax gaf út sinn fyrsta sölureikning árið 2016, eða fyrir átta árum.
„Í dag eru starfsmennirnir orðnir um 170 talsins og þar af eru um 70% sem lifa og starfa á Vestfjörðum,“ segir Bjørn Hembre forstjóri en starfsemin skiptist á milli Tálknafjarðar, Bíldudals, Patreksfjarðar, Þorlákshafnar, Hallkelshóla og Kópavogs.
Fyrirtækið framleiddi um 18.000 tonn af laxi árið 2023 og er útlit fyrir að félagið framleiði um 13.000 tonn á þessu ári en stefnt er að því að ná 25.000 tonna markinu í náinni framtíð."
Heildarframleiðsla íslenskra fiskeldisfyrirtækja var tæp 50.000 tonn á síðasta ári en þar af var laxaframleiðsla um 43.500 tonn. Bjørn segir að búast megi við mikilli aukningu í framleiðslu á komandi árum og þess sé skammt að bíða að framleiðsla laxeldis í sjó rjúfi 70.000 tonna múrinn.
Þá eigi eftir bæta við þeim risastóru verkefnum sem fyrirhuguð eru í landeldi og ljóst að verðmætasköpun greinarinnar allrar verði gríðarleg.
„Við sjáum að laxinn er orðinn næstverðmætasta fiskveiðitegundin á eftir þorskinum en laxinn er farinn upp fyrir útflutningsverðmæti loðnunnar. Ég hugsa að útflutningsverðmæti eldislax geti jafnvel farið fram úr þorskinum á næstu fjórum eða fimm árum,“ segir hann.
Nánar um málið í sérblaði 200 mílna, Lagarlíf 2024, sem fylgdi Morgunblaðinu á laugardag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 629,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 415,51 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 287,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 629,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 415,51 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 287,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |