Eldislaxinn gæti tekið fram úr þorskinum

Bjørn Hembre forstjóri Arnarlax segir stutt í það að sjókvíaeldi …
Bjørn Hembre forstjóri Arnarlax segir stutt í það að sjókvíaeldi rjúfi 70 þúsund tonna múrinn. Ljósmynd/Aðsend

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan rekstur Arnarlax byrjaði að taka á sig mynd árið 2009. Félagið var formlega stofnað á Bíldudal árið 2010 og árið 2013 hófst seiðaframleiðsla í gamalli bleikjustöð á Tálknafirði sem fyrirtækið lét endurnýja.

Fyrsti fiskurinn var settur í sjókvíar árið 2014 og Arnarlax gaf út sinn fyrsta sölureikning árið 2016, eða fyrir átta árum.

„Í dag eru starfsmennirnir orðnir um 170 talsins og þar af eru um 70% sem lifa og starfa á Vestfjörðum,“ segir Bjørn Hembre forstjóri en starfsemin skiptist á milli Tálknafjarðar, Bíldudals, Patreksfjarðar, Þorlákshafnar, Hallkelshóla og Kópavogs.

Fyrirtækið framleiddi um 18.000 tonn af laxi árið 2023 og er útlit fyrir að félagið framleiði um 13.000 tonn á þessu ári en stefnt er að því að ná 25.000 tonna markinu í náinni framtíð."

Styttist í 70.000 tonn

Heildarframleiðsla íslenskra fiskeldisfyrirtækja var tæp 50.000 tonn á síðasta ári en þar af var laxaframleiðsla um 43.500 tonn. Bjørn segir að búast megi við mikilli aukningu í framleiðslu á komandi árum og þess sé skammt að bíða að framleiðsla laxeldis í sjó rjúfi 70.000 tonna múrinn.

Þá eigi eftir bæta við þeim risastóru verkefnum sem fyrirhuguð eru í landeldi og ljóst að verðmætasköpun greinarinnar allrar verði gríðarleg.

„Við sjáum að laxinn er orðinn næstverðmætasta fiskveiðitegundin á eftir þorskinum en laxinn er farinn upp fyrir útflutningsverðmæti loðnunnar. Ég hugsa að útflutningsverðmæti eldislax geti jafnvel farið fram úr þorskinum á næstu fjórum eða fimm árum,“ segir hann.

Nán­ar um málið í sér­blaði 200 mílna, Lag­ar­líf 2024, sem fylgdi Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.10.24 529,04 kr/kg
Þorskur, slægður 7.10.24 412,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.10.24 311,65 kr/kg
Ýsa, slægð 7.10.24 208,09 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.10.24 229,66 kr/kg
Ufsi, slægður 7.10.24 254,92 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 7.10.24 215,71 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.10.24 197,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.10.24 Björn EA 220 Þorskfisknet
Ufsi 814 kg
Þorskur 153 kg
Samtals 967 kg
7.10.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 537 kg
Þorskur 202 kg
Ýsa 121 kg
Samtals 860 kg
7.10.24 Lizt ÍS 153 Landbeitt lína
Ýsa 1.238 kg
Þorskur 368 kg
Samtals 1.606 kg
7.10.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 3.340 kg
Ýsa 1.550 kg
Steinbítur 62 kg
Skarkoli 17 kg
Keila 14 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 4.989 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.10.24 529,04 kr/kg
Þorskur, slægður 7.10.24 412,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.10.24 311,65 kr/kg
Ýsa, slægð 7.10.24 208,09 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.10.24 229,66 kr/kg
Ufsi, slægður 7.10.24 254,92 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 7.10.24 215,71 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.10.24 197,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.10.24 Björn EA 220 Þorskfisknet
Ufsi 814 kg
Þorskur 153 kg
Samtals 967 kg
7.10.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 537 kg
Þorskur 202 kg
Ýsa 121 kg
Samtals 860 kg
7.10.24 Lizt ÍS 153 Landbeitt lína
Ýsa 1.238 kg
Þorskur 368 kg
Samtals 1.606 kg
7.10.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 3.340 kg
Ýsa 1.550 kg
Steinbítur 62 kg
Skarkoli 17 kg
Keila 14 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 4.989 kg

Skoða allar landanir »