Ásgeir Ingvarsson
Útlit er fyrir að 700 manns sæki ráðstefnuna Lagarlíf og segist Gunnar Þórðarson framkvæmdarstjóri Lagarlíf bíða spenntur eftir að ráðstefnan verði sett í Silfurbergi í Hörpu á morgun, þriðjudag.
„Við reiknum með að nýtt met verði slegið í aðsóknartölum en von er á 700 gestum og eru styrktaraðilar á sjöunda tug. Lagarlíf er því komið í svipaðan stærðarflokk og margar stærstu ráðstefnur sjávarútvegsgeirans eins og t.d. NorthAtlanticSeafood Forum sem hefur verið haldin í Bergen síðan 2005,“ segir hann.
„Lagarlíf er orðið viðburður sem fólk í greininni vill ekki missa af og veit ég að margir aðilar gæta þess sérstaklega að taka þessa daga frá til að hitta kollega sína og viðskiptavini.“
Lagarlífsráðstefnan var fyrst haldin árið 2017 og hefur farið fram árlega síðan þá nema rétt á hápunkti kórónuveirufaraldursins að viðburðurinn féll niður eitt árið. Því er ráðstefnan nú sú sjöunda frá upphafi og sú fyrsta sem fer fram í Hörpu.
Gunnar hefur fengið að fylgjast mjög vel með vexti og þróun íslensks lagareldis og segir hann miklar breytingar hafa átt sér stað frá því fyrsta Lagarlífsráðstefnan var haldin. Ekkert lát virðist vera á metnaði og dug greinarinnar:
„Og Lagarlíf hefur orðið að nokkurs konar uppskeruhátíð fyrir þessa grein svo að sum fyrirtæki taka jafnvel með sér meira en tug starfsmanna á viðburðinn. Hvert ár er dagskráin full af áhugaverðum erindum og alltaf eitthvað nýtt til umræðu. Svona ráðstefna þarf að vera gagnleg, fróðleg og skemmtileg.“
Í ár eru fjórir megintónar í dagskránni og hafa þeir allir beina skírskotun til helstu áskorana lagareldis í dag.
„Fyrst ber að nefna efnahags- og umhverfisáhrif lagareldis sem hafa verið mikið í kastljósinu að undanförnu. Þá gerum við dýravelferð vönduð skil með fjölda fyrirlestra um heilbrigði og líðan eldisfisks frá ýmsum hliðum. Eins verður umfjöllun um fóðurgerð en talað er um að framleiðsla laxeldis geti senn náð á sjöttu milljón tonna á ári í og við Atlantshafið og mun þurfa annað eins af fóðri bara fyrir þann markað. Það verður gaman að heyra sjónarmið fyrirlesara um hvaðan allt það hráefni á að koma,“ segir Gunnar.
„Loks verður umræða um samfélagsleg áhrif og ábyrgð fiskeldis á Íslandi og í Færeyjum.“
Nánar um málið í sérblaði 200 mílna, Lagarlíf 2024, sem fylgdi Morgunblaðinu á laugardag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 5.053 kg |
Samtals | 5.053 kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 5.053 kg |
Samtals | 5.053 kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |