Vettvangur til að hvetja konur til dáða

Eva Dögg Jóhannesdóttir segir konur í þessu nýja félagi hafi …
Eva Dögg Jóhannesdóttir segir konur í þessu nýja félagi hafi þau markmið að styðja og laða að fleiri konur að fiskeldi. mbl.is/Árni Sæberg

Mikill kraftur er í starfi ýmissa félaga sem helguð eru konum á framabraut. Skemmst er að minnast Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) sem stofnað var vorið 1999 og er í dag orðið að fjölmennum samtökum með starfsemi um allt land.

Félagið Konur í sjávarútvegi (KIS) hefur einnig blómstrað frá því það var stofnað árið 2013 og leikið stórt hlutverk við að efla þær konur innan greinarinnar. 

Nú hefur verið ákveðið að stofna félag á Lagarlíf ráðstefnunni sem hefst í dag í Hörpu, sem helgað verður konum sem starfa við hvers konar eldi, hvort sem er í sjó eða á landi, innan eldisfyrirtækja eða í tengdum störfum – Konur í eldi á  

„Eldisgeirinn er ört vaxandi atvinnugrein hér á landi og gífurleg framför hefur átt sér stað í greininni sem er þó enn í mikilli þróun og vexti hér á landi sem og á heimsvísu,“ segir Eva Dögg Jóhannesdóttir sem leitt hefur stofnun nýja félagsins.

Hún segir félagið Konur í eldi vera óðara að taka á sig mynd

„Við erum þegar komnar með nokkuð öflugan hóp kvenna á Facebook til skrafs og ráðagerða og þar hafa spunnist miklar umræður um stofnun nýs félags, og ætla margar konur að mæta á Lagarlífsráðstefnuna í tengslum við stofnun félagsins,“ útskýrir Eva, sem er sjávarlíffræðingur að mennt

Skálað fyrir stofnun nýs félags

Eva hefur starfað í fiskeldisgeiranum um nokkuð langt skeið og er í dag hjá fyrirtækinu Bláum Akri sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði heilbrigðis- og velferðar eldisfiska og umhverfis.

„Á Lagarlífsráðstefnunni munum við láta bera sérstaklega vel á okkur, Konum í eldi, þar sem á fyrri deginum verður boðið í kokteil að fyrirlestrum loknum og skálað fyrir stofnun nýs félags. Við vonumst til að sjá sem flestar konur sem starfa í og við eldisgeirann koma og fagna með okkur,“ segir Eva. 

Snýst um velferð og vöxt

Tölur um kynjaskiptingu starfa í eldisgeiranum liggja ekki á lausu en Eva segir að konur hafi þó greinilega gert sig gildandi í alls kyns hlutverkum hjá bæði eldisfyrirtækjum í sjó og á landi sem og í þjónustu við eldi, eftirlit og rannsóknir.

„Það erum við sem þurfum að gera okkar hlut til að verða sýnilegri, og fræða um hlutverk okkar í þessari fjölbreyttu og spennandi atvinnugrein“ segir Eva.

Hún bætir við að það sé margt æskilegt við að konur skapi sér sameiginlegan faglegan vettvang.

„Konur í þessu nýja félagi munu hafa það að markmiði að styðja aðrar konur sem starfa í og við eldi en einnig að laða konur að greininni, kynna hin fjölbreyttu störf sem þar bjóðast og tækifærin sem eru í boði.“

Nán­ar um málið í sér­blaði 200 mílna, Lag­ar­líf 2024, sem fylgdi Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »