Segja fullyrðingu MAST alvarlega

Horft yfir Seyðisfjörð.
Horft yfir Seyðisfjörð. mbl.is/Sigurður Bogi

Andstæðingar sjókvíaeldis segja fullyrðingu Matvælastofnunar í umfjöllun Ríkisútvarpsins, um að ekkert bendi til annars en að leyfi verði gefið út til laxeldis í Seyðisfirði, alvarlega. 

Fullyrða þeir að bæði skipulag og framkvæmd séu haldin verulegum ágöllum sem skera þurfi úr um hvort standist kröfur laga áður en hægt sé að fullyrða nokkuð um mögulegar leyfisveitingar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá AEGIS, hópi sem samanstendur af félögunum VÁ félag um vernd fjarðar, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar, SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, NASF - Verndarsjóður villtra laxa og Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, auk fjölda þjóðþekktra einstaklinga.

„Alvarlegir ágallar“

Segir þar jafnframt að ekki hafi verið skorið úr um fjölmörg álitamál er varða nýlega leyfisveitingu stofnunarinnar til sjókvíaeldis á Vestfjörðum. Liggja þau hjá Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála.

„Eru alvarlegir ágallar meðal annars fólgnir í því að ekki er búið að taka tillit til þeirrar ógnar við fjarskiptaöryggi sem fyrirhuguðu sjókvíaeldi fylgir vegna svokallaðs Faricestrengs sem liggur um Seyðisfjörð og er grundvöllur þriðjungs fjarskiptaöryggis Íslands við umheiminn og enn stærri hluti af fjarskiptaneti Færeyja,“ segir m.a. í tilkynningunni.

„Hafa umsagnir félagsins Farice ehf. sem er í ríkiseigu þannig verið hunsaðar af yfirvöldum en þar kemur fram að nauðsynlegt sé að breyta fjarskiptalögum til að tryggja öryggi strengsins ef af fyrirhuguðu eldi í Seyðisfirði verður.“

Sýndu nýtt myndskeið á samstöðufundi

Samstöðufundur var haldinn gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði 12. október. Fullt var út úr húsi í félagsheimilinu Herðubreið.

Þar var nýtt myndskeið sem sýnir samstöðugjörning þar sem kajakræðarar draga línu í sjóinn með því að raða sér upp í röð, kveikja á neyðarblysum og loka þannig firðinum með táknrænum hætti. 

Lagið Oral sem Björk Guðmundsdóttir samdi og flytur ásamt stórstjörnunni Rosalíu ómar undir myndskeiðinu, en lagið gaf Björk til baráttunnar gegn sjókvíaeldi við Ísland.

Frá samstöðufundi á Seyðisfirði 12. október.
Frá samstöðufundi á Seyðisfirði 12. október. Ljósmynd/Juanjo Ivaldi
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka