Hafa fjárfest meira en sem nemur hagnaði

Baldvin Már Þorsteinsson stjórnarformaður Samherja flutti erindi sitt á Sjávarútvegsdeginum …
Baldvin Már Þorsteinsson stjórnarformaður Samherja flutti erindi sitt á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í Reykjavík. Ljósmynd/Samherji

Á síðustu fimm árum hafa Samherji Ísland og Samherji fiskeldi varið meira en því sem hagnaður félaganna nemur í fjárfestingar beint í rekstri þeirra. Á meðal fjárfestinga eru ný skip, vinnsluhús og tækjabúnaður. Náði hlutfallið heilum 145% árið 2020 þegar Samherji vígði nýtt vinnsluhús á Dalvík.

Þetta er á meðal þess sem kom fram í erindi Baldvins Þorsteinssonar, stjórnarformanns Samherja hf., á Sjávarútvegsdeginum og fjallað er um í færslu á vef Samherja.

Baldvin sagði stöðugar fjárfestingar á undanförnum árum hefðu skapað Samherja visst samkeppnisforskot. Fjárfestingar félagsins síðustu ár hefðu miðast við endurnýjun skipaflotans og aukna verðmætasköpun á Íslandi. Fjárfestingar Samherja í rekstrinum, þ.e. í skipum, vinnsluhúsum og tækjabúnaði, nema alls 31,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum á verðlagi hvers árs, að því er segir í færslunni.

„Samherji hefur fjárfest fyrir hærri fjárhæðir en hagnaður félagsins hefur verið. Þetta hefur verið gert til að framleiða verðmætari afurðir í framtíðinni. Ef við lítum á síðustu fimm árin, var erfiðleikum háð að fjárfesta á meðan heimsfaraldurinn geisaði. Við munum halda áfram á sömu braut á komandi árum,“ sagði Baldvin í erindi sínu.

Fjárfestingar sem hlutdeild hagnaðar
Fjárfestingar sem hlutdeild hagnaðar Mynd/Samherji

„Stærsta einstaka verkefnið er uppbygging landeldis á Reykjanesi sem er spennandi tækifæri. Við sjáum að viðskiptavinir okkar vilja fjölbreytt vöruframboð og laxinn er orðinn stærsta varan í flestum löndum.“

Greindi Baldvin frá því að skóflustungan að fyrsta áfanga landeldisstöðvar Samherja fiskeldis á Reykjanesi verður tekin 15. nóvember. „ Kostnaður við fyrsta áfangann er um 35 milljarðar króna en fullbúin mun landeldisstöðin á Reykjanesi kosta um 95 milljarða króna. Við þurfum sömuleiðis að endurnýja skipaflotann og auka þar með verðmætasköpun og minnka kolefnissporið.“

Sjávarútvegsdagurinn er árlegur fundur Deloitte, Samtaka fyrirtækja í Sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins og var haldinn 15. október síðastliðinn undir yfirskriftinni „Hvað næst?“. Var fjallað um stöðu og framtíðarhorfur í fiskeldi, veiðum og vinnslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.10.24 532,12 kr/kg
Þorskur, slægður 25.10.24 388,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.10.24 291,24 kr/kg
Ýsa, slægð 25.10.24 204,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.10.24 41,38 kr/kg
Ufsi, slægður 25.10.24 146,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 25.10.24 213,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.10.24 294,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.10.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 4.121 kg
Þorskur 613 kg
Langa 17 kg
Hlýri 10 kg
Keila 9 kg
Karfi 6 kg
Samtals 4.776 kg
25.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 140 kg
Ýsa 59 kg
Hlýri 29 kg
Ufsi 18 kg
Steinbítur 8 kg
Keila 7 kg
Langa 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 264 kg
25.10.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Þorskur 818 kg
Ýsa 706 kg
Skarkoli 583 kg
Sandkoli 258 kg
Samtals 2.365 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.10.24 532,12 kr/kg
Þorskur, slægður 25.10.24 388,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.10.24 291,24 kr/kg
Ýsa, slægð 25.10.24 204,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.10.24 41,38 kr/kg
Ufsi, slægður 25.10.24 146,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 25.10.24 213,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.10.24 294,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.10.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 4.121 kg
Þorskur 613 kg
Langa 17 kg
Hlýri 10 kg
Keila 9 kg
Karfi 6 kg
Samtals 4.776 kg
25.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 140 kg
Ýsa 59 kg
Hlýri 29 kg
Ufsi 18 kg
Steinbítur 8 kg
Keila 7 kg
Langa 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 264 kg
25.10.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Þorskur 818 kg
Ýsa 706 kg
Skarkoli 583 kg
Sandkoli 258 kg
Samtals 2.365 kg

Skoða allar landanir »