Loðnubrestur dregur verulega úr hagvexti

Hoffell SU skip Loðnuvinnslunnar. Það hagnast enginn á því að …
Hoffell SU skip Loðnuvinnslunnar. Það hagnast enginn á því að loðnuskipin verða bundin við bryggju í vetur. mbl.is/Gunnlaugur

Hvort loðnuvertíð verður í vetur eða ekki hefur veruleg áhrif á hagvöxt næsta árs og kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans að ein hófleg til meðalstór loðnuvertíð gæti aukið hagvöxt næsta árs umhálft til eitt prósentustig, en miðað við 2,3% hagvöxt er um að ræða 22 til 30% meiri hagvöxt verði loðnuvertíð. 

Hafrannsóknastofnun tilkynnti 11. október síðastliðinn að á grundvelli bergmálsmælinga sem fram fóru í haust að stofnunin leggur til að engar loðnuveiðar verði stundaðar í vetur. Þó verður ráðgjöfin endurskoðuð ef niðurstöður vetrarmælingar í janúar gefur tilefni til. 

„Loðna er næstmikilvægasta fiskitegundin sem Ísland flytur út á eftir þorski og því getur loðnubrestur haft allnokkur áhrif á landsframleiðslu,“ segir í hagsjánni. 

Bent er á að á „síðasta áratug hefur loðna nánast eingöngu verið veidd fyrstu þrjá mánuði hvers árs, en þá mánuði er loðnan hrognafull. Hrognin eru verðmætasti hluti loðnunnar og verðmæti aflans því hámarkað með því að veiða loðnuna á því tímabili. Hlutfall hrogna af heildarafla eykst því jafnan þegar aflinn er minni.“

Jafnframt er vakin athygli á því að magn loðnuhrogna hefur aukist stöðugt undanfarin þrjátíu ár þrátt fyrir að heildarafli loðnuveiðanna hefur dregist saman. Árið 2023 var heildarloðnuafli 326 þúsund tonn og þar af voru hrogn um 25 þúsund tonn. Árið 1994 var heildarloðnuafli 754 þúsund tonn en þar af voru hrognin aðeins fimm þúsund tonn. 

„Í nýrri hagspá gerum við ekki ráð fyrir loðnuvertíð í upphafi næsta árs. Það má þó velta því upp hversu mikil áhrif það hefði ef loðna fyndist í veiðanlegu magni, til dæmis ef aflinn yrði hóflegur til meðalstór. Áhrifin af því á hagvöxt næsta árs gætu orðið töluverð, á bilinu 0,5 til 1 prósentustig. Í spánni gerum við ráð fyrir 2,3% hagvexti á næsta ári, en ef loðna finnst gæti hagvöxtur orðið á bilinu 2,8 til 3,3%, að öðru óbreyttu,“ segir í hagsjá Landsbanks,

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka