Loðnubrestur dregur verulega úr hagvexti

Hoffell SU skip Loðnuvinnslunnar. Það hagnast enginn á því að …
Hoffell SU skip Loðnuvinnslunnar. Það hagnast enginn á því að loðnuskipin verða bundin við bryggju í vetur. mbl.is/Gunnlaugur

Hvort loðnu­vertíð verður í vet­ur eða ekki hef­ur veru­leg áhrif á hag­vöxt næsta árs og kem­ur fram í nýrri hag­sjá Lands­bank­ans að ein hóf­leg til meðal­stór loðnu­vertíð gæti aukið hag­vöxt næsta árs umhálft til eitt pró­sentu­stig, en miðað við 2,3% hag­vöxt er um að ræða 22 til 30% meiri hag­vöxt verði loðnu­vertíð. 

Haf­rann­sókna­stofn­un til­kynnti 11. októ­ber síðastliðinn að á grund­velli berg­málsmæl­inga sem fram fóru í haust að stofn­un­in legg­ur til að eng­ar loðnu­veiðar verði stundaðar í vet­ur. Þó verður ráðgjöf­in end­ur­skoðuð ef niður­stöður vetr­ar­mæl­ing­ar í janú­ar gef­ur til­efni til. 

„Loðna er næst­mik­il­væg­asta fiski­teg­und­in sem Ísland flyt­ur út á eft­ir þorski og því get­ur loðnu­brest­ur haft all­nokk­ur áhrif á lands­fram­leiðslu,“ seg­ir í hag­sjánni. 

Bent er á að á „síðasta ára­tug hef­ur loðna nán­ast ein­göngu verið veidd fyrstu þrjá mánuði hvers árs, en þá mánuði er loðnan hrogna­full. Hrogn­in eru verðmæt­asti hluti loðnunn­ar og verðmæti afl­ans því há­markað með því að veiða loðnuna á því tíma­bili. Hlut­fall hrogna af heild­arafla eykst því jafn­an þegar afl­inn er minni.“

Jafn­framt er vak­in at­hygli á því að magn loðnu­hrogna hef­ur auk­ist stöðugt und­an­far­in þrjá­tíu ár þrátt fyr­ir að heild­arafli loðnu­veiðanna hef­ur dreg­ist sam­an. Árið 2023 var heild­ar­loðnu­afli 326 þúsund tonn og þar af voru hrogn um 25 þúsund tonn. Árið 1994 var heild­ar­loðnu­afli 754 þúsund tonn en þar af voru hrogn­in aðeins fimm þúsund tonn. 

„Í nýrri hagspá ger­um við ekki ráð fyr­ir loðnu­vertíð í upp­hafi næsta árs. Það má þó velta því upp hversu mik­il áhrif það hefði ef loðna fynd­ist í veiðan­legu magni, til dæm­is ef afl­inn yrði hóf­leg­ur til meðal­stór. Áhrif­in af því á hag­vöxt næsta árs gætu orðið tölu­verð, á bil­inu 0,5 til 1 pró­sentu­stig. Í spánni ger­um við ráð fyr­ir 2,3% hag­vexti á næsta ári, en ef loðna finnst gæti hag­vöxt­ur orðið á bil­inu 2,8 til 3,3%, að öðru óbreyttu,“ seg­ir í hag­sjá Lands­banks,

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »