Tímabært að rannsaka afrán hvala

Birkir Hreinsson og Guðmundur Þ. Jónsson skipstjórar á Vilhelm Þorsteinssyni …
Birkir Hreinsson og Guðmundur Þ. Jónsson skipstjórar á Vilhelm Þorsteinssyni EA-11 telja augljóst að fjölgun hvala umhverfis Ísland hafi áhrif á loðnustofninn. Ljósmynd/Samherji

Skipstjórarnir Birkir Hreinsson og Guðmundur Þ. Jónsson á uppsjávarskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA-11 telja tímabært að taka til skoðunar áhrif hvalastofna á loðnustofninn, en fyrr í mánuðinum tilkynnti Hafrannsóknastofnun um að bergmálsmælingar haustsins skiluðu niðurstöðum sem mæltu gegn því að loðnuveiðar verði stundaðar í vetur.

Í færslu á vef Samherja segjast skipstjórarnir binda vonir við að vetrarmæling Hafrannsóknastofnunar í janúar verði til þess að ráðgjöf stofnunarinnar um enga loðnuveiði í vetur verði endurskoðuð og benda þeir á að miklir hagsmunir séu í húfi.

Vísa þeir meðal annars til þess að hagsjá Landsbankans sagði á dögunum að hagvöxtur næsta árs gæti orðið tæplega þriðjungi meiri en ella verði þokkaleg loðnuvertíð.

„Hvalir éta óhemju mikið magn af loðnu“

„Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Áður hafði verið sagt að umhverfisáhrif væru um margt jákvæðari. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá því að hvalir éta óhemju mikið magn af loðnu, sem auðvitað bitnar á stærð loðnustofnsins, það segir sig nokk sjálft,“ fullyrðir Guðmundur.

„Alþingi ákvað hins vegar að friða hvali að mestu, þannig að stofnanirnar fá að stækka og dafna í friði og við sjáum afleiðingarnar. Það má hins vegar varla tala upphátt um að heimila nauðsynlegar hvalveiðar, þá verður allt vitlaust í ákveðnum hópum í þjóðfélaginu. Ég held að allir skipstjórar séu á sama máli, hvölum hefur fjölgað gríðarlega og eru síður en svo í útrýmingarhættu. Vissulega er fæðukeðjan í hafinu flókin, mér skilst að langreyður geti étið um eitt tonn af loðnu á sólarhring og hnúfubakur hálft tonn“

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 við bryggju á Akureyri.
Vilhelm Þorsteinsson EA 11 við bryggju á Akureyri. Ljósmynd/Samherji

Birkir tekur undir og segir: „Hérna áður fyrr þóttu það tíðindi ef sást til hvala en staðan í dag er allt önnur. Ég taldi rúmlega tuttugu hvali á siglingu inn Eyjafjörðinn um daginn. Þegar skip eru að hífa inn troll eru oft á tíðum tugir hvala við veiðarfærin sem segir sína sögu.“

Hann segir liggja fyrir að loðnubrestur hafi ekki aðeins áhrif á útgerðirnar og sjómenn uppsjávarskipanna. „Mörg byggðarlög reiða sig á loðnuna, ekki síst á austanverðu landinu og í Vestmannaeyjum. Við erum að tala um svo stórar tölur að þær hafa áhrif á hagvöxt alls þjóðarbúsins. Þess vegna verðum við að taka alvöru umræðu um hvalveiðar, stofnarnir hafa stækkað hratt á undanförnum árum og líklega aðrir farnir að láta undan.“

Veiðar dragi úr afráninu

Í greinargerð um stöðu haf- og fiskirannsókna sem tekin var saman 2022 fyrir þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, var lagt til að efldar yrðu rannsóknir á stækkandi hvalastofnum og hugsanlegum áhrifum þeirra á stærð nytjastofna. Slíkt hefur ekki átt sér stað.

Bent var á í greinargerðinni að óháð framtíðartilhögun hvalveiða umhverfis Ísland séu hvalir áhrifamikill þáttur í lífkeðjunni í hafinu og var vísað til þess að samkvæmt alþjóðlegri úttekt er talið að afrán hvala á hafsvæðinu Austur-Grænland/Ísland/Jan Mayen sé um 13,4 milljónir tonna.

Hafrannsóknastofnun hefur hingað til sagt ómögulegt að leggja mat á áhrif fjölgunar hvala við Íslandsstrendur á afkomu nytjastofna. Stofnunin sagði í greinargerð árið 2018 talið að afrán hvala vera um 3,3 milljónir tonna af fiski sem er allt að þrefalt á við heildarveiði íslenska fiskiskipaflotans. Hins vegar eru áhrif hvala á vistkerfið svo illa þekkt að ekki er gerlegt að taka tillit til afránsins í stofnmatslíkönum nytjastofna.

Þó þykir ljóst að aukast hvalveiðar í samræmi við útgefna veiðiráðgjöf muni það draga úr afráninu, en á löngum tíma.

Loðnan getur verið utan leitarlína

Í færslunni á vef Samherja tekur Hákon Þ. Guðmundsson, útgerðarstjóri Samherja, undir orð skipstjóranna og bendir á að hugsanlega sé þörf á að ræða rannsóknaraðferðir sem stuðst er við þegar loðnustofninn er mældur.

„Sjávarútvegurinn hefur í gegnum tíðina talað fyrir því að efla hafrannsóknir. Allur togaraflotinn er mjög vel tækjum búinn. Skipstjórarnir sem ég er í sambandi við senda mér oft á tíðum myndir sem sýna glögglega hvar loðnutorfur eru, utan hefðbundinna leiðarlína rannsóknarskipa,“ segir hann.

Hákon útskýrir að skipstjórarnir sjá töluvert af loðnu á öðrum svæðum en þeim sem ekki falla undir fyrir fram ákveðnar leitarlínur hafrannsóknarskipanna.

„Loðnan er torfufiskur og það ‏getur verið okkur d‎‎ýrt að hitta ekki á að mæla torfurnar, sem gætu hugsanlega verið undirstöður vertíðar. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á rannsóknir, heldur að benda á að allur togaraflotinn er gríðarlega vel tækjum búinn og við eigum hiklaust að nýta okkur allar þær upplýsingar sem hægt er að safna saman,“ segir Hákon.

Myndin var tekin af mælitækjum togarans Kaldbaks EA fyrr í …
Myndin var tekin af mælitækjum togarans Kaldbaks EA fyrr í mánuðinum og sýnir loðnulóðningar á Sporðagrunni. Sú veiðislóð féll ekki undir loðnumælingaleiðangur Hafrannsóknarstofnunar. Ljósmynd/Samherji
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.10.24 495,64 kr/kg
Þorskur, slægður 27.10.24 535,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.10.24 349,30 kr/kg
Ýsa, slægð 27.10.24 256,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.10.24 20,00 kr/kg
Ufsi, slægður 27.10.24 312,99 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 27.10.24 260,33 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.10.24 294,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.10.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.966 kg
Þorskur 155 kg
Þykkvalúra 65 kg
Sandkoli 53 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 4.247 kg
27.10.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 883 kg
Þorskur 95 kg
Samtals 978 kg
27.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 3.986 kg
Ýsa 3.884 kg
Steinbítur 98 kg
Langa 74 kg
Karfi 14 kg
Skarkoli 13 kg
Keila 7 kg
Samtals 8.076 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.10.24 495,64 kr/kg
Þorskur, slægður 27.10.24 535,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.10.24 349,30 kr/kg
Ýsa, slægð 27.10.24 256,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.10.24 20,00 kr/kg
Ufsi, slægður 27.10.24 312,99 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 27.10.24 260,33 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.10.24 294,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.10.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.966 kg
Þorskur 155 kg
Þykkvalúra 65 kg
Sandkoli 53 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 4.247 kg
27.10.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 883 kg
Þorskur 95 kg
Samtals 978 kg
27.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 3.986 kg
Ýsa 3.884 kg
Steinbítur 98 kg
Langa 74 kg
Karfi 14 kg
Skarkoli 13 kg
Keila 7 kg
Samtals 8.076 kg

Skoða allar landanir »