Tókst að slökkva eld um borð í Jökli

Eldur kviknaði um borð Jökli ÞH í júlí 2023. Sem …
Eldur kviknaði um borð Jökli ÞH í júlí 2023. Sem betur fer gekk vel að slökkva eldinn.

Með skjótum viðbrögðum tókst skipverjum á Jökli ÞH að slökkva eld sem hafði kviknað á vinnsluþilfari skipsins í júlí á síðasta ári er skipið var um 60 sjómílur norðaustur af Horni í hægviðri.

Fram kemur í skýrslu Rannsóknanefndar samgönguslysa að 17. Júlí 2023 var verið að sjóða í rör sem höfðu brotnað sem héldu plötu við færiband við aðgerðasvæði á vinnsluþilfarinu. Um hálftíma eftir að þeirri vinnu var lokið urðu skipverjar varir við reyk sem barst úr lestarlúgu í eldhúsi skipsins og sá skipstjórinn að eldur hafði kviknað í öryggismyndavélum.

Hafði kviknað í svokölluðum burstakambi sem sér til þess að halda færibandinu hreinu.

Skömmu síðar héldu „skipverjar á staðinn með handslökkvitæki meðan tveir fóru að setja á sig slökkvibúninga og reykköfunartæki. Sá sem fyrstur kom að eldinum var með hlífðargrímu en engan annan hlífðarbúnað. Tæmdi hann úr þremur handslökkvitækjum en sprautaði því næst með sjóslöngu og náði að slökkva eldinn,“ segir í skýrslunni.

Minna á hættuna af glóð frá rafsuðu

Að lokinni greiningunefndarinnar á myndefni úr öryggismyndavélum þykir ljóst að eldsupptökin megi rekja til viðgerðarinnar þar sem verið var að rafsjóða og glóð hafi farið í burstakamb.

„Viðgerðin fór fram stuttu eftir að vinnsluþilfar hafði verið þrifið á meðan þeir sem voru á vakt voru nýfarnir í kaffi. Þrátt fyrir að svæðið hafi verið blautt verður að hafa það í huga að glóð frá rafsuðu getur verið mjög heit. Glóð hefur náð að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út,“ segir í skýrslunni.

Nokkrar skemmdir urðu um borð.
Nokkrar skemmdir urðu um borð. Ljósmynd/RNSA
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.10.24 495,64 kr/kg
Þorskur, slægður 27.10.24 535,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.10.24 349,30 kr/kg
Ýsa, slægð 27.10.24 256,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.10.24 20,00 kr/kg
Ufsi, slægður 27.10.24 312,99 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 27.10.24 260,33 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.10.24 294,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.10.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.966 kg
Þorskur 155 kg
Þykkvalúra 65 kg
Sandkoli 53 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 4.247 kg
27.10.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 883 kg
Þorskur 95 kg
Samtals 978 kg
27.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 3.986 kg
Ýsa 3.884 kg
Steinbítur 98 kg
Langa 74 kg
Karfi 14 kg
Skarkoli 13 kg
Keila 7 kg
Samtals 8.076 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.10.24 495,64 kr/kg
Þorskur, slægður 27.10.24 535,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.10.24 349,30 kr/kg
Ýsa, slægð 27.10.24 256,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.10.24 20,00 kr/kg
Ufsi, slægður 27.10.24 312,99 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 27.10.24 260,33 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.10.24 294,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.10.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.966 kg
Þorskur 155 kg
Þykkvalúra 65 kg
Sandkoli 53 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 4.247 kg
27.10.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 883 kg
Þorskur 95 kg
Samtals 978 kg
27.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 3.986 kg
Ýsa 3.884 kg
Steinbítur 98 kg
Langa 74 kg
Karfi 14 kg
Skarkoli 13 kg
Keila 7 kg
Samtals 8.076 kg

Skoða allar landanir »