Eining um heildarkvóta en ekki skiptingu

Samkomulag er milli strandríkja um heildarkvóta í makríl. Búast má …
Samkomulag er milli strandríkja um heildarkvóta í makríl. Búast má við áframhaldandi veiði umfram ráðgjöf vegna skorts á samkomulagi um skiptingu kvótans. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Þorgeir Baldursson

Strandríkin, Ísland, Noregur, Bretland, Færeyjar, Grænland og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að heildarkvóti í makríl verði ekki meiri en 576.958 tonn á næsta ári sem er 22% minnkun frá yfirstandandi ári.

Þetta var niðurstaða fundar ríkjanna sem haldinn var í London 21. og 22 . október síðastliðinn og greint er frá á vef norska atvinnu- og sjávarútvegsráðuneytisins.

Samkomulagið er í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) en mun líklega ekki sjá til þess að veiða verði innan þessa ramma. Þar sem engir samningar eru um skiptingu kvótans milli ríkjanna  úthluta strandríkin sjálfstætt kvóta til sinna skipa í samræmi við þá hlutdeild sem ríkin telja sig eiga tilkall til. Samanlagt úthluta ríkin kvóta til fiskiskipa umfram ráðgjöfina og samkomulagið um heildarkvóta.

Síðastliðið sumar gerði Noregur, Færeyjar og Bretland samkomulag til þriggja ára þar sem ríkin skiptu milli sín því sem jafngildir 72% af heildarkvóta í makríl.

Ísland og Evrópusambandið hafa gagnrýnt samninginn harðlega þar sem Norðmenn og Færeyingar hafa óhóflega aukið þá hlutdeild sem ríkin gera tilkall til. Eru Norðmenn meðal annars sagðir hafa aukið sína kvóta einungis í þeim tilgangi að geta selt Bretum hann í skiptum fyrir aðgengi að breskri lögsögu.

Samningaviðræður strandríkjanna halda þó áfarm og er búist við að næsti fudnur verði í desember.

Sami vandi í kolmunna og síld

Fyrr í mánuðinum greindi norski miðillinn Fiskeribladet frá því að samkomulag hefði náðst milli ríkjanna um 1.447.054 tonna heildarkvóta í kolmunna árið 2025 í samræmi við ráðgjöf ICES um 5,4% skerðingu frá yfirstandandi ári.

Þá hefur einnig náðst samkomulag milli Íslands, Færeyja, Grænlands, Evrópusambandsins, Noregs, Bretlands og Rússlands um 401.794 tonna heildarkvóta í norsk-íslenskri síld á næsta ári. Það er í samræmi við ráðgjöf ICES um kvótaaukningu, en ráðgjöf vegna ársins 2024 nemur 390 þúsund tonnum.

Í tilfelli þessa tveggja stofna er einnig ofveiði vandamál í ljósi þess að ekki eru samningar til staðar um skiptingu kvótans milli ríkjanna. Er því kolmunna- og síldarkvóta úthlutað sjálfstætt.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til staðar um skiptingu aflahlutdeildar milli strandríkjanna. Kort/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 204,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 204,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka