Loðnubrestur algengur í Barentshafi

Loðnan er mikilvægur nytjastofn hér við land og í Barentshafi, …
Loðnan er mikilvægur nytjastofn hér við land og í Barentshafi, en loðnubrestur er tíðari þar en á Íslandsmiðum. Ljósmynd/Ísfélag hf.

Tilkynnt var um það fyrr í mánuðinum að vísindamenn ráðleggja að ekki verði stundaðar loðnuveiðar í Barentshafi árið 2025, en fyrir árið 2024 nam ráðgjöfin 194 þúsund tonnum. Ráðgjöf um engar loðnuveiðar í Barentshafi hafa þó verið töluvert algengar frá því að nýtingarstjórnun var tekin upp á níunda áratug síðustu aldar.

Mælingar gengu vel að því er segir á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar (Havforskningsinstituttet) og þær sýndu að ekki nægilegt magn loðnu í Barentshafi væri að ná kynþroskaaldri. Af þessari ástæðu leggja vísindamenn til að engar veiðar verði stundaðar „svo að stofninn geti snöggt náð sér á ný.“

Loðnubrestur óalgengari á Íslandsmiðum

Sem fyrr segir er núllráðgjöf ekki óalgeng fyrir loðnu í Barentshafi og hafa sést miklar sveiflur í stofnmatinu og þar af leiðandi ráðgjöf um hámarksveiði allt frá því að ráðgjöf var tekin upp 1988. Loðnubrestur hefur þó orðið oftar og veiddist til að mynda engin loðna í Barentshafi árin 1965, 1966 og 1967.

Loðnubrestur hefur sögulega séð verið óalgengari hér á landi frá því að aflamarkskerfið var tekið upp og varð í fyrsta sinn loðnubrestur tvö ár í röð vertíðirnar 2019 og 2020.

Að óbreyttu stefnir í loðnubrest tvö á í röð í annað sinn hér á landi vegna ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um enga loðnuveiði á komandi vertíð. Þó getur ráðgjöfin verið endurmetin að lokinni vetrarmælingu í janúar.

Loðnuafli hefur verið langtum meiri á Íslandsmiðum undanfarna áratugi og hefur heildarafli íslenskra skipa náð yfir 20 milljónum tonnum af loðnu frá árinu 1990 en á sama tíma hefur loðnuafli rússneskra og norskra skipa í Barentshafi aðeins numið rúmum sex milljónum tonna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »