Ríkið fjármagni sýnatökur skelræktar

Talið er að skilyrði til skeldýrareæktar hér á landi vaxi …
Talið er að skilyrði til skeldýrareæktar hér á landi vaxi ef ríkissjóður styðji við sýnatökur og greiningu á eiturefnum. AFP

Samráðshópur um skeldýrarækt  telur brýnt sé að ríkissjóður komi til móts við kræklingaræktendur og tryggi að sýnagreining skeldýraeiturs fari fram innanlands og taki þátt í kostnaði við greininguna. Einnig telur hópurinn nauðsynlegt að ríkið fjármagni opinbert eftirlit með sýnatökum ræktenda og heilnæmiskönnun á innanverðum Breiðafirði.

Óskað er eftir því að fjárlaganefnd Alþingis veiti 86 milljóna króna fjárheimild í fjárlögum næsta árs til kaupa á greiningartæki og notkun þess. Auk þess sem tíu milljónir af þessum krónum verði ráðstafað til Skelræktar, hagsmunasamtaka skelræktenda.

Þetta má lesa úr minnisblaði sem hópurinn hyggst leggja fyrir fjárlaganefnd og fjallað er um á vef Bæjarins Besta.

Samkvæmt minnisblaðinu er áætlað að þrjú félög geta hafið ræktun á kræklingi á næsta ári og samanlagt framleitt 200 til 250 tonn þetta fyrsta rekstrarár. Þá er gert ráð fyrir að framleiðslan gæti tvöfaldast á hverju ári eftir það. Félögin eru öll með ræktunarsvæði við innanverðan Breiðafjörð.

„Heilnæmiskönnun fyrir innanverðan Breiðafjörð í heild sinni ásamt greiningu sýna innanlands með kostnaðarþátttöku ríkis myndi opna á heilt strandsvæði til umsókna tilrauna- og/eða ræktunarleyfa kræklingaræktar án aukins kostnaðar ræktenda fyrir hvert fyrirhugað og afmarkað ræktunarsvæði. Væri það til þess fallið að leggja grundvöll að atvinnusköpun, fjárfestingum og uppbyggingu á strandsvæðum og byggðum sem hafa ekki aðstöðu til þess að stunda hefðbundna útgerð og hafa sumar verið skilgreindar sem brothættar byggðir,“ segir í minnisblaðinu.

Stuðningur sveitarfélaga

Þá hafa sveitarfélög verið beðin um að styðja tillögur hópsins og gerast aðilar að umræddu minnisblaði. Má lesa í fundargerðum bæjarráðs Bolungarvíkurkaupstaðar og sveitastjórnar Súðavíkurhrepps að sveitarfélögin taka vel í hugmyndirnar, en fyrir hefur Reykhólahreppur haft aðild að samráðshópnum.

Samráðshópurinn var stofnaður í vor og hafa átt aðild fulltrúar Matvælastofnunar, Hafrannsóknastofnunar, Matís, Skelræktar, Vestfjarðastofu og Reykhólahrepps, en matvælaráðuneytið hefur haft áheyrnafulltrúa í hópnum. Honum hefur verið gert að fækka hindrunum sem hafa staðið í vegi skeldýraræktar á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.10.24 264,00 kr/kg
Þorskur, slægður 27.10.24 535,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.10.24 348,79 kr/kg
Ýsa, slægð 27.10.24 256,24 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.10.24 20,00 kr/kg
Ufsi, slægður 27.10.24 312,99 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 27.10.24 260,33 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.10.24 294,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.10.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 394 kg
Þorskur 95 kg
Karfi 17 kg
Samtals 506 kg
28.10.24 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 71.758 kg
Karfi 21.919 kg
Ufsi 8.240 kg
Ýsa 3.648 kg
Samtals 105.565 kg
28.10.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Langa 977 kg
Steinbítur 74 kg
Karfi 66 kg
Þorskur 58 kg
Keila 46 kg
Ýsa 41 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.10.24 264,00 kr/kg
Þorskur, slægður 27.10.24 535,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.10.24 348,79 kr/kg
Ýsa, slægð 27.10.24 256,24 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.10.24 20,00 kr/kg
Ufsi, slægður 27.10.24 312,99 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 27.10.24 260,33 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.10.24 294,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.10.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 394 kg
Þorskur 95 kg
Karfi 17 kg
Samtals 506 kg
28.10.24 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 71.758 kg
Karfi 21.919 kg
Ufsi 8.240 kg
Ýsa 3.648 kg
Samtals 105.565 kg
28.10.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Langa 977 kg
Steinbítur 74 kg
Karfi 66 kg
Þorskur 58 kg
Keila 46 kg
Ýsa 41 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »