Myndskeið: Náðu bátnum af strandstað

Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi tókst björgunarsveitum á Vestfjörðum að losa fiskibátinn sem strandaði í mynni Súgandafjarðar í gærmorgun.

Höfðu þeir tveir skipverjar sem voru um borð verið hífðir í þyrlu Landhelgisgæslunnar um morguninn en um miðjan gærdag var hafinn undirbúningur að því að koma bátnum af strandstað.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að „slöngubátur frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri flutti mannskap og ýmsan búnað í fjöruna við bátinn, ljósavél, dælum og belgjum til að þétta bátinn ef á þyrfti að halda. Eftir að hafa skoðað aðstæður var talið að ekki þyrfti að draga bátinn langt áður en hann flyti upp vegna hve aðdjúpt var að strandstaðnum.“

Um hálf fimm síðdegis var komin dráttartaug yfir í björgunarskipið Gísla Jóns sem losaði þá akkeri og hóf að toga í, en dráttartaugin slitnaði í fyrstu tilraun og var þá sett sterkari dráttartaug milli fiskibátsins og björgunarskipsins.

Unnið var hörðum höndum að því í gær að koma …
Unnið var hörðum höndum að því í gær að koma fiskibátnum af strandstað. Ljósmynd/Áhöfnin á Gísla Jóns

Hefði sokkið

Um sex leitið var báturinn á floti og hann dreginn aðeins frá landi. „Þá var hann losaður úr Gísla Jóns og Kobbi Láka tók við að draga, meðan Gísli Jóns tók bátinn á síðuna svo hægt væri að beita öflugum dælum um borð í Gísla til að dæla úr bátnum. Talsverður leki var að bátnum og ljóst að hann hefði líklega sokkið ef ekki hefði verið hægt að dæla úr honum,“ segir í tilkynningunni.

Var báturinn dreginn til Suðureyrar þar sem honum var rennt upp í sjósetningarrennu í höfninni um klukkan sjö í gærkvöldi.

Auk áðurnefndra björgunarskipa og báta tók björgunarbáturinn Stella frá Flateyri þátt í aðgerðum þar sem þurfti að flytja mannskap og tæki milli báta.

Dráttartaug var komið milli bátsins og björgunarskipsins Gísla Jóns.
Dráttartaug var komið milli bátsins og björgunarskipsins Gísla Jóns. Ljósmynd/Áhöfnin á Gísla Jóns
Töluverður mannskapur vann við að koma bátnum til hafnar.
Töluverður mannskapur vann við að koma bátnum til hafnar. Ljósmynd/Áhöfnin á Gísla Jóns
Báturinn var kominn til Suðureyrar um klukkan sjö í gærkvöldi.
Báturinn var kominn til Suðureyrar um klukkan sjö í gærkvöldi. Ljósmynd/Áhöfnin á Gísla Jóns



mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.10.24 522,57 kr/kg
Þorskur, slægður 30.10.24 554,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.10.24 324,02 kr/kg
Ýsa, slægð 30.10.24 330,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.10.24 250,28 kr/kg
Ufsi, slægður 30.10.24 255,52 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 30.10.24 376,07 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.10.24 381,44 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.10.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 581 kg
Þorskur 375 kg
Langa 110 kg
Steinbítur 47 kg
Hlýri 19 kg
Skarkoli 10 kg
Karfi 4 kg
Samtals 1.146 kg
31.10.24 Háey II ÞH 275 Lína
Þorskur 6.275 kg
Ýsa 2.352 kg
Hlýri 21 kg
Keila 19 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 8.686 kg
31.10.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 388 kg
Ýsa 188 kg
Þorskur 182 kg
Keila 68 kg
Karfi 39 kg
Steinbítur 31 kg
Samtals 896 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.10.24 522,57 kr/kg
Þorskur, slægður 30.10.24 554,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.10.24 324,02 kr/kg
Ýsa, slægð 30.10.24 330,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.10.24 250,28 kr/kg
Ufsi, slægður 30.10.24 255,52 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 30.10.24 376,07 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.10.24 381,44 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.10.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 581 kg
Þorskur 375 kg
Langa 110 kg
Steinbítur 47 kg
Hlýri 19 kg
Skarkoli 10 kg
Karfi 4 kg
Samtals 1.146 kg
31.10.24 Háey II ÞH 275 Lína
Þorskur 6.275 kg
Ýsa 2.352 kg
Hlýri 21 kg
Keila 19 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 8.686 kg
31.10.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 388 kg
Ýsa 188 kg
Þorskur 182 kg
Keila 68 kg
Karfi 39 kg
Steinbítur 31 kg
Samtals 896 kg

Skoða allar landanir »

Loka