26% samdráttur í aflaverðmæti í ágúst

Aflaverðmæti íslenskra skipa var 14,8 milljarðar í ágúst síðastliðnum.
Aflaverðmæti íslenskra skipa var 14,8 milljarðar í ágúst síðastliðnum. mbl.is/Brynjar Gauti

Verðmæti landaðs afla í ágúst 2024 var um 14,8 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Um er að ræða 26% minna aflaverðmæti en í ágúst 2023, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Þetta er þó aðeins minni samdráttur en í tilfelli aflamagns sem var 30%. Heildarafli íslensku skipanna í ágúst síðastliðnum nam 80.526 tonnum en var 115.735 tonn í sama mánuði á síðasta ári.

Áberandi samdráttur var til að mynda í makrílafla sumarvertíðarinnar og var hann aðeins tæp 42 þúsund tonn í ágúst síðastliðnum en 71 þúsund tonn í sama mánuði í fyrra. Einnig sást verulegur samdráttur í síldarafla eða tæp fimm þúsund tonn. Þá var landað 2.869 tonnum af ufsa í ágúst síðastliðnum en tæplega 5.600 tonnum í sama mánuði í fyrra.

Þorskaflinn í ágúst jókst um 7% milli ára og ýsuaflinn um 22%. Auk þess var landað meira af gulllax, steinbít, löngu og skarkola. Þessi aflaaukning verðmætari tegunda hefur líklega vegið upp á móti samdrættinum í öðrum tegundum sem gerir að verkum að samdrátturinn í aflaverðmæti er minna en í aflamagni.

Fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar að aflaverðmæti á 12 mánaða tímabilinu frá september 2023 til ágúst 2024 nam rúmlega 169 milljörðum króna. Það er um 19% minna aflaverðmæti miðað við sama tólf mánaða tímabil á undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.10.24 554,87 kr/kg
Þorskur, slægður 31.10.24 605,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.10.24 292,74 kr/kg
Ýsa, slægð 31.10.24 265,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.10.24 176,65 kr/kg
Ufsi, slægður 31.10.24 242,54 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 31.10.24 333,24 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 31.10.24 22,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.10.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 30 kg
Keila 18 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 517 kg
31.10.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 13.144 kg
Ýsa 353 kg
Keila 118 kg
Hlýri 93 kg
Karfi 24 kg
Grálúða 4 kg
Samtals 13.736 kg
31.10.24 Vigur SF 80 Botnvarpa
Þorskur 1.520 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 66 kg
Keila 65 kg
Ufsi 11 kg
Karfi 10 kg
Samtals 1.741 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.10.24 554,87 kr/kg
Þorskur, slægður 31.10.24 605,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.10.24 292,74 kr/kg
Ýsa, slægð 31.10.24 265,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.10.24 176,65 kr/kg
Ufsi, slægður 31.10.24 242,54 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 31.10.24 333,24 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 31.10.24 22,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.10.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 30 kg
Keila 18 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 517 kg
31.10.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 13.144 kg
Ýsa 353 kg
Keila 118 kg
Hlýri 93 kg
Karfi 24 kg
Grálúða 4 kg
Samtals 13.736 kg
31.10.24 Vigur SF 80 Botnvarpa
Þorskur 1.520 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 66 kg
Keila 65 kg
Ufsi 11 kg
Karfi 10 kg
Samtals 1.741 kg

Skoða allar landanir »