Verðmæti landaðs afla í ágúst 2024 var um 14,8 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Um er að ræða 26% minna aflaverðmæti en í ágúst 2023, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar.
Þetta er þó aðeins minni samdráttur en í tilfelli aflamagns sem var 30%. Heildarafli íslensku skipanna í ágúst síðastliðnum nam 80.526 tonnum en var 115.735 tonn í sama mánuði á síðasta ári.
Áberandi samdráttur var til að mynda í makrílafla sumarvertíðarinnar og var hann aðeins tæp 42 þúsund tonn í ágúst síðastliðnum en 71 þúsund tonn í sama mánuði í fyrra. Einnig sást verulegur samdráttur í síldarafla eða tæp fimm þúsund tonn. Þá var landað 2.869 tonnum af ufsa í ágúst síðastliðnum en tæplega 5.600 tonnum í sama mánuði í fyrra.
Þorskaflinn í ágúst jókst um 7% milli ára og ýsuaflinn um 22%. Auk þess var landað meira af gulllax, steinbít, löngu og skarkola. Þessi aflaaukning verðmætari tegunda hefur líklega vegið upp á móti samdrættinum í öðrum tegundum sem gerir að verkum að samdrátturinn í aflaverðmæti er minna en í aflamagni.
Fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar að aflaverðmæti á 12 mánaða tímabilinu frá september 2023 til ágúst 2024 nam rúmlega 169 milljörðum króna. Það er um 19% minna aflaverðmæti miðað við sama tólf mánaða tímabil á undan.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.10.24 | 554,87 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.10.24 | 605,56 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.10.24 | 292,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.10.24 | 265,71 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.10.24 | 176,65 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.10.24 | 242,54 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.10.24 | 124,11 kr/kg |
Gullkarfi | 31.10.24 | 333,24 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 31.10.24 | 22,00 kr/kg |
31.10.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 466 kg |
Ýsa | 30 kg |
Keila | 18 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 517 kg |
31.10.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 13.144 kg |
Ýsa | 353 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 93 kg |
Karfi | 24 kg |
Grálúða | 4 kg |
Samtals | 13.736 kg |
31.10.24 Vigur SF 80 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 1.520 kg |
Ýsa | 69 kg |
Hlýri | 66 kg |
Keila | 65 kg |
Ufsi | 11 kg |
Karfi | 10 kg |
Samtals | 1.741 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.10.24 | 554,87 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.10.24 | 605,56 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.10.24 | 292,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.10.24 | 265,71 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.10.24 | 176,65 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.10.24 | 242,54 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.10.24 | 124,11 kr/kg |
Gullkarfi | 31.10.24 | 333,24 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 31.10.24 | 22,00 kr/kg |
31.10.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 466 kg |
Ýsa | 30 kg |
Keila | 18 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 517 kg |
31.10.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 13.144 kg |
Ýsa | 353 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 93 kg |
Karfi | 24 kg |
Grálúða | 4 kg |
Samtals | 13.736 kg |
31.10.24 Vigur SF 80 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 1.520 kg |
Ýsa | 69 kg |
Hlýri | 66 kg |
Keila | 65 kg |
Ufsi | 11 kg |
Karfi | 10 kg |
Samtals | 1.741 kg |