Marglyttur geta valdið fiskdauða og efnahagslegu tjóni hjá fiskeldisfyrirtækjum, jafnvel löngu eftir að marglytturnar eru farnar frá svæðinu. Þetta eru meðal niðurstaðna vísindamanna sem fengust að loknum tilraunum sem gerðar voruí Sandgerði og í Eyjafirði.
Fjallað er um rannsóknina í vísidnagreininni „Detached tentacles of lion’s mane jellyfish Cyanea capillata can injure aquaculture fish“ sem birt var nýlega í vísindatímaritinu Aquaculture Environment Interactions.
Sýndu tilraunirnar að „hlaupkennt dýrasvif (marglyttur og skyldar lífverur) getur valdið fiskdauða og efnahagslegu tjóni fyrir fiskeldisfyrirtæki þar sem stingfrumur í örmum þess getur sært og jafnvel drepið fisk í kvíum. Þó viðbúnaði gegn marglyttusvörmum (e. Jellyfish blooms) sé í auknum mæli beitt, hefur ekki verið horft til áhrifa frá örmum marglytta sem geta auðveldlega slitnað af og fljóta þá um. Þessir fljótandi armar með virkum stingfrumum, geta sært fisk jafnvel eftir að marglyttusvarminn er farinn frá svæðinu, en óvíst var hversu lengi,“ að því er segir í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar.
Í rannsókninni „var metið með óbeinum hætti hversu lengi þessir armar brennihvelju (l. Cyanea capillata), geta mögulega sært fisk í kvíum eftir að þeir losna frá marglyttunum sjálfum.“
Tilraunirnar voru gerðar í tilraunastöð Háskóla Íslands í Sandgerði í eldistönkum, með örmum sem voru klipptir af brennihveljum sem var safnað í Eyjafirði síðsumars. Fram kemur að armarnir og þar með stingfrumurnar héldu fullri getu til að fanga saltvatnsrækjur í 24 daga, og geta því sært fisk í kvíum í þann tíma. Armarnir hættu síðan að geta veitt bráð frá 26. degi og síðar.
Í færslunni segir að þetta kann að vera „fyrstu vísindalegu vísbendingarnar sem sýna hversu lengi stingfrumur í gripörmum eru virkar eftir að þær slitna frá marglyttunum og þannig mögulega skaðað fisk í eldi. Mikilvægt er að hafa þessar upplýsingar í huga við áhættumat og hönnun á viðbúnaði við marglyttum í kringum fiskeldi.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |