Brennihveljur geta verið langvarandi vandamál

Armar brennihvelju geta valdið skaða í fiskeldi í langan tíma …
Armar brennihvelju geta valdið skaða í fiskeldi í langan tíma eftir að hveljan er farin af eldissvæðinu. Ljósmynd/Sjávarlíf

Marglyttur geta valdið fiskdauða og efnahagslegu tjóni hjá fiskeldisfyrirtækjum, jafnvel löngu eftir að marglytturnar eru farnar frá svæðinu. Þetta eru meðal niðurstaðna vísindamanna sem fengust að loknum tilraunum sem gerðar voruí Sandgerði og í Eyjafirði.

Fjallað er um rannsóknina í vísidnagreininni „Detached tentacles of lion’s mane jellyfish Cyanea capillata can injure aquaculture fish“ sem birt var nýlega í vísindatímaritinu Aquaculture Environment Interactions.

Sýndu tilraunirnar að „hlaupkennt dýrasvif (marglyttur og skyldar lífverur) getur valdið fiskdauða og efnahagslegu tjóni fyrir fiskeldisfyrirtæki þar sem stingfrumur í örmum þess getur sært og jafnvel drepið fisk í kvíum. Þó viðbúnaði gegn marglyttusvörmum (e. Jellyfish blooms) sé í auknum mæli beitt, hefur ekki verið horft til áhrifa frá örmum marglytta sem geta auðveldlega slitnað af og fljóta þá um. Þessir fljótandi armar með virkum stingfrumum, geta sært fisk jafnvel eftir að marglyttusvarminn er farinn frá svæðinu, en óvíst var hversu lengi,“ að því er segir í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Í rannsókninni „var metið með óbeinum hætti hversu lengi þessir armar brennihvelju (l. Cyanea capillata), geta mögulega sært fisk í kvíum eftir að þeir losna frá marglyttunum sjálfum.“

Tilraunir voru meðal annars framkvæmdar á tilraunastöð Háskóla Íslands í …
Tilraunir voru meðal annars framkvæmdar á tilraunastöð Háskóla Íslands í Sandgerði. Ljósmynd/Reynir Sveinsson

Tilraunirnar voru gerðar í tilraunastöð Háskóla Íslands í Sandgerði í eldistönkum, með örmum sem voru klipptir af brennihveljum sem var safnað í Eyjafirði síðsumars. Fram kemur að armarnir og þar með stingfrumurnar héldu fullri getu til að fanga saltvatnsrækjur í 24 daga, og geta því sært fisk í kvíum í þann tíma. Armarnir hættu síðan að geta veitt bráð frá 26. degi og síðar.

Í færslunni segir að þetta kann að vera „fyrstu vísindalegu vísbendingarnar sem sýna hversu lengi stingfrumur í gripörmum eru virkar eftir að þær slitna frá marglyttunum og þannig mögulega skaðað fisk í eldi. Mikilvægt er að hafa þessar upplýsingar í huga við áhættumat og hönnun á viðbúnaði við marglyttum í kringum fiskeldi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,25 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 583,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 312,74 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 244,42 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 306,70 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,45 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.064 kg
Karfi 223 kg
Samtals 1.287 kg
5.11.24 Þröstur ÓF 42 Handfæri
Þorskur 490 kg
Samtals 490 kg
5.11.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Ýsa 5.626 kg
Þorskur 5.114 kg
Keila 70 kg
Langa 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 10.824 kg
5.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.832 kg
Þorskur 560 kg
Keila 76 kg
Ufsi 35 kg
Steinbítur 13 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 3.525 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,25 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 583,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 312,74 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 244,42 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 306,70 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,45 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.064 kg
Karfi 223 kg
Samtals 1.287 kg
5.11.24 Þröstur ÓF 42 Handfæri
Þorskur 490 kg
Samtals 490 kg
5.11.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Ýsa 5.626 kg
Þorskur 5.114 kg
Keila 70 kg
Langa 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 10.824 kg
5.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.832 kg
Þorskur 560 kg
Keila 76 kg
Ufsi 35 kg
Steinbítur 13 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 3.525 kg

Skoða allar landanir »