Nýtt útflutningsmet fyrir íslenskt fiskeldi

Útflutningsverðmæti fiskeldis á fyrstu níu mánuðum ársins var meira en …
Útflutningsverðmæti fiskeldis á fyrstu níu mánuðum ársins var meira en 35 milljarðar króna. Ljósmynd/Arctic Fish: Haukur Sigurðsson

Útflutningsverðmæti eldisafurða var um fjórðungi meira í september síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra og nam 4,6 milljörðum króna. Útflutningsverðmæti eldisafurða á fyrstu níu mánuðum er þá komið í 35,3 milljarða króna og hefur aldrei verið meiri.

„Það ætti nú að vera öllum ljóst að fiskeldi er nú þegar orðinn veigamikill liður í útflutningi Íslendinga og mun án nokkurs vafa verða enn fyrirferðarmeira þegar fram líða stundir. Sú þróun er afar jákvæð, enda eykur fiskeldi fjölbreytni í útflutningi og styrkir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélög víða um land. Það má heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að varanlegur vöxtur útflutningstekna er grundvallarforsenda sjálfbærs hagvaxtar og bættra lífskjara hér á landi,“ segir í greiningu Radarsins.

Þar er fjallað um nýjustu tölur Hagstofu Íslands um vöruskipti og er vakin athygli á því að um sé að ræða 23% aukningu útflutningsverðmæt milli ára miðað við fast gengi. Þá var útflutningsverðmæti eldisafurða tæp 14% af útflutningsverðmætum sjávarafurða á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 og  5% af öllum vöruútflutningi, en þessi hlutföll hafa aldrei verið meiri.

Mynd/Radarinn

Þróunina má fyrst og fremst rekja til laxins að því er fram kemur í greiningunni.

„Þannig er útflutningsverðmæti eldislax komið í rúma 29 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur aldrei verið meira. Miðað við sama tímabil í fyrra er um 35% aukningu að ræða á föstu gengi. Einnig er veruleg aukning á útflutningsverðmæti Senegal flúru, sem er einn verðmætasti matfiskur í heimi. Þannig er útflutningsverðmæti hennar komið í rúma 1,3 milljarða króna á tilgreindu tímabili, sem er um 78% aukning á milli ára á sama kvarða.“

Bleikja fyrir áhrifum eldsumbrota

Samdráttur er hins vegar í útflutningsverðmætum silungs sem er að megninu til bleikja. Námu útflutningsverðmæti silungs á fyrstu níu mánuðum ársins 3,3 milljöðrum króna sem er 21% minna en á sama tímabili 2023.

„Þar hafa jarðhræringar og eldsumbrot í Grindavík sett strik í reikninginn. Þá er einnig töluverður samdráttur í útflutningsverðmæti frjóvgaðra laxahrogna, sem eru verðmæt hátækniframleiðsla. Útflutningsverðmæti þeirra nemur rúmum 1,4 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er um 31% samdráttur frá sama tímabili í fyrra,“ segir í greiningunni.

Mynd/Radarinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,05 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 657,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 259,31 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 364,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 49.259 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Hlýri 880 kg
Langa 586 kg
Grálúða 386 kg
Blálanga 368 kg
Steinbítur 363 kg
Keila 56 kg
Þykkvalúra 30 kg
Skarkoli 22 kg
Samtals 163.208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,05 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 657,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 259,31 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 364,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 49.259 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Hlýri 880 kg
Langa 586 kg
Grálúða 386 kg
Blálanga 368 kg
Steinbítur 363 kg
Keila 56 kg
Þykkvalúra 30 kg
Skarkoli 22 kg
Samtals 163.208 kg

Skoða allar landanir »