Þrjár útgerðir umfram hámark í grásleppu

Útgerð Sigureyjar ST-22 mun verða kvótahæsta útgerðin í grásleppu miðað …
Útgerð Sigureyjar ST-22 mun verða kvótahæsta útgerðin í grásleppu miðað við áætlaða hlutdeild Fiskistofu með alls rúm 1,8% sem er umfram lögbundið hámark. Ljósmynd/Halldór Höskuldsson

Áætluð hlutdeild þriggja útgerða í aflamarki í grásleppu er umfram lögbundið hámark. Að óbreyttu horfa þessar útgerðir fram á skerðingu hlutdeildarinnar og að umframkvótinn dreifist á aðra grásleppukvótahafa þar sem frestur útgerðanna til að bregðast við rennur út áður en framsal er heimilað.

Grásleppan var kvótasett með lagabreytingu sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum og hefur Fiskistofa því tekið saman áætlun um hlutdeildir útgerða í leyfilegum heildarafla. Fá 216 útgerðir og 240 bátar þeirra úthlutað grásleppukvóta, en 14 útgerðanna eru með eitt prósent kvótans eða meira

Lesa má úr gögnum samantektarinnar að umræddar þrjár útgerðir sem eru með aflahlutdeildir umfram 1,5% af heildarkvóta eru samanlagt með 0,85% umframhlutdeild. Miðað við 4.000 tonna vertíð myndi umframhlutdeildin nema 32 tonnum.

Fram kemur að ST 2 ehf. sem gerir út bátana Sigurey ST-22 og Kóngsey ST-4 frá Drangsnesi er kvótahæsta útgerðin í grásleppu með 1,857% af leyfilegum heildarafla, en lagabreytingin gerir ráð fyrir 1,5% hámarkshlutdeild.

Þá er Útgerðarfélagið Skúli ehf. sem gerir út Benna ST-5 og Skúla ST-75 frá Drangsnesi með 1,562% grásleppukvótans. Hróatildur ehf. er með þriðja mesta grásleppukvótann eða 1,54% hans, en útgerðin gerir út bátana Birtu SH-203 og Björtu SH-202 frá Grundarfirði.

Báturinn með mestu hlutdeildina í grásleppukvótanum er Rán SH-307 sem Oliver ehf. gerir út frá Arnarstapa og nemur hlutdeildin 1,29%. Á eftir fylgir fyrrnefnd Sigurey með 1,152% og svo Hlökk ST-66 sem Vissa útgerð ehf. gerir út frá Hólmavík.

Byggir á veiðireynslu

Hlutdeildir útgerðanna byggja á veiðireynslu þeirra frá og með árinu 2018 til og með ársins 2022 að undanskildu árinu 2020 og er útgerðum er gefinn frestur til 19. nóvember að koma athugasemdum á framfæri við Fiskistofu. Eftir þann dag verða hlutdeildir endurreiknaðar ef þörf krefur og úthlutun framkvæmd.

Þá segir að úthlutun veiðiheimilda í grásleppu skal framkvæmd fyrir 1. mars 2025 en framsal aflahlutdeilda í grásleppu er óheimilt til 31. ágúst 2026.

Í lögum um stjórn fiskveiða segir að útgerðir sem fara umfram leyfilega hámarkshlutdeild í fái sex mánuði til að „gera ráðstafanir til að koma aflahlutdeildinni niður fyrir mörkin.“

Hækkar hlutdeild annarra

Hins vegar er lengri tími er milli síðasta mögulega dag úthlutunar heimilda (1.3.25) og fyrsta dags er heimilt er að selja grásleppukvóta (31.08.26) og munu útgerðirnar ST 2 ehf. Útgerðarfélagið Skúli ehf. og Hróatildur ehf. ekki hafa möguleika til að selja umframheimildirnar fyrir lok frestsins.

Þá segir í lögum um stjórn fiskveiða: „Hafi aðili ekki veitt Fiskistofu upplýsingar um að fullnægjandi ráðstafanir hafi verið gerðar fyrir lok frestsins fellur umframaflahlutdeildin niður. […] Við úthlutun aflahlutdeildar í upphafi næsta fiskveiðiárs eftir lok frestsins skal skerðingin koma til hækkunar aflahlutdeildar fiskiskipa í eigu annarra. Hækkunin skal vera í réttu hlutfalli við aflahlutdeild fiskiskipanna af þeim tegundum sem um ræðir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »