Enn óvissa um framsal Watsons til Japans

Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur mun taka akvörðun um það hvort …
Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur mun taka akvörðun um það hvort Paul Watson verður framseldur til Japans, en ekki er ljóst hvenær það verður. Ljósmynd/Lars Svankjær

Ekkert liggur fyrir um nákvæmlega hvenær Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur mun taka afstöðu til beiðni Japans um að fá hvalfriðunarsinnan Paul Watson framseldan. Þannig má skilja svar danska dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn 200 mílna.

Gæsluvarðhald yfir Watson var í gær framlengt í fimmta sinn af héraðsdómstólnum í Nuuk á Grænlandi og mun hann vera í haldi þarlendra yfirvalda til að minnsta kosti 4. Desember.

Watson, sem verður 74 ára 2. desember, hefur verið í haldi grænlenskra yfirvalda frá 21. Júlí síðastliðnum vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin var út að beiðni Japans. Er honum gefið að sök að hafa unnið skemmdir á japönsku hvalveiðiskipi árið 2010.

„Japönsk yfirvöld hafa farið fram á að Paul Watson verði framseldur til saksóknar í Japan. Dómsmálaráðuneytinu hafa nýlega borist greinargerðir frá ríkissaksóknara og lögreglunni á Grænlandi sem báðar hafa farið með rannsókn málsins. Dómsmálaráðuneytið hefur yfirferð framsalsbeiðninnar og greinargerðanna tveggja og mun ráðuneytið taka ákvörðun um málið á þeim grundvelli. Verði tekin ákvörðun um framsal er hægt að bera ákvörðunina fyrir dómstólum,“ segir í svari danska dómsmálaráðuneytisins.

Talinn líklegur til að flýja

„Japanskar hvalveiðar voru dæmdar ólöglegar árið 2014. Þú vilt halda mér frá börnunum mínum um jólin. Enginn slasaðist þá. Þetta er alveg fáránlegt,“ sagði Watson fyrir dómara í gær. Lýsti grænlenski fréttamiðillinn Sermitsiaq því að Watson hafi verið í miklu uppnámi.

Hefur miðillinn eftir Mariam Khalil yfirsaksóknara að það séu engin meðalhófssjónarmið sem gefa tilefni til að sleppa Watson úr haldi. Ljóst sé að það séu miklar líkur á að hann muni reyna að komast af landi brott ef hann verði látinn laus ferða sinna.

Paul Watson hefur verið í haldi yfirvalda í Grænlandi frá …
Paul Watson hefur verið í haldi yfirvalda í Grænlandi frá því í júlí. AFP

Þekktur fyrir skemmdarverk

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Watson er talinn hafa unnið skemmdarverk sem lið í friðunarbaráttu sinni, en útsendarar samtaka hans Sea Shepherd sökktu tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn 1986 með því að opna botnlokur þeirra. Jafnframt brutust þeir inn í hvalstöðina í Hvalfirði og unnu þar skemmdir á tækjum og búnaði.

Hann boðaði komu sína til Íslands 2019 í þeim tilgangi að berjast gegn hrefnuveiðum en ekkert varð af hrefnuveiðum það ári.

Síðast tilkynnti Watson að hann myndi sjálfur leiða aðgerðum baráttuhópsins Paul Watson-samtökin gegn hvalveiðum Íslendinga sumarið 2024. Matvælaráðuneytið hafði þó ekki afgreitt umsókn Havls hf. um leyfi til hvalveiða áður en sumarvertíðin átti að hefjast. Hafði verið pattstaða í málinu frá því að Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, stöðvaði útgáfu veiðileyfis 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 591,61 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 386,00 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 245,48 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 3.494 kg
Ýsa 3.159 kg
Keila 76 kg
Ufsi 37 kg
Langa 34 kg
Steinbítur 17 kg
Karfi 3 kg
Samtals 6.820 kg
7.1.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 7.891 kg
Ýsa 7.489 kg
Karfi 3.628 kg
Samtals 19.008 kg
7.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 600 kg
Ýsa 76 kg
Keila 58 kg
Langa 24 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 762 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 591,61 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 386,00 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 245,48 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 3.494 kg
Ýsa 3.159 kg
Keila 76 kg
Ufsi 37 kg
Langa 34 kg
Steinbítur 17 kg
Karfi 3 kg
Samtals 6.820 kg
7.1.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 7.891 kg
Ýsa 7.489 kg
Karfi 3.628 kg
Samtals 19.008 kg
7.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 600 kg
Ýsa 76 kg
Keila 58 kg
Langa 24 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 762 kg

Skoða allar landanir »