„Á meðan að starfsstjórn situr er ekki verið að vinna stefnumótandi vinnu og þessi frumvörp verða ekki lögð fram af starfsstjórn,“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra inntur álits á stöðu tveggja stórra stefnumarkandi frumvarpa fráfarandi ríkisstjórnar um annars vegar heildarendurskoðun laga um fiskveiðistjórnunina og hins vegar svokallað lagareldisfrumvarp.
„Ég var að vona að frumvarp um lagareldi kæmi inn á þingmálaskrá í haust og reyndi að liðka fyrir því en svo varð því miður ekki,“ svarar Bjarni, sem einnig fer með hlutverk matvælaráðherra sem og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
„Lagareldið hefur gríðarlega möguleika á að auka verðmætasköpun en afar mikilvægt er að stöðugleiki og fyrirsjáanleiki verði til í greininni svo að fyrirtækin geti farið í fjárfestingar og geri ráðstafanir í starfsemi sinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að slíkt frumvarp verði klárað sem fyrst að loknum kosningum,“ útskýrir hann.
Bjarni segir flóknari sögu að baki hugmynda um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni og þeirra frumvarpa sem lögð voru fram í haust án þess að þau fengust afgreidd.
„Í tíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneyti var unnin stefnumótun sem fékk talsverða gagnrýni og fór ekki fyrir þingið. Í haust voru svo lögð fram frumvörp sem ekki var mælt fyrir. Ég tel mikilvægt að frumvörpin verði skoðuð út frá þeim sjónarmiðum fyrst og fremst að við gætum að sjálfbærni auðlindanna og stöðugum og sanngjörnum regluramma fyrir fyrirtækin sem stunda veiðar.“
Hann ítrekar að lokum hlutverk starfsstjórnar að „tryggja stjórnskipulega festu og að halda nauðsynlegum verkefnum gangandi og ekki vinna að stefnumótandi málum.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |