Sverrir formaður saltfiskframleiðenda

Fulltrúar framleiðenda íslensks saltfisks sátu aðalfundinn.
Fulltrúar framleiðenda íslensks saltfisks sátu aðalfundinn. Ljósmynd/ÍSF

Sverrir Haraldsson frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum var kjörinn formaður Íslenskra saltfiskframleiðenda (ÍSF) á aðalfundi félagsins sem haldinn var 7. nóvember samhliða Sjávarútvegsráðstefnunni, að því er segir í fréttatilkynningu frá ÍSF.

Þá var Jóhann Helgason frá Vísi í Grindavík kjörinn varaformaður og Gunnlaugur Eiríksson frá Þorbirni í Grindavík er gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Arkadiusz Lakomski frá KG Fiskverkun í Rifi, Ágúst Már Gunnlaugsson frá GPG Seafood á Húsavík, Mjöll Guðjónsdóttir frá Soffaníasi Cecilssyni í Grundarfirði og Níels A. Guðmundsson frá Iceland Seafood. Sigurjón Arason frá Matís er stjórninni til ráðgjafar, eins og hann hefur verið frá upphafi félagsins.

ÍSF er vettvangur framleiðenda saltaðra fiskafurða og er ætlað að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og stuðla að rannsóknum og þróun í greininni. „Fyrirtækjum í söltun sjávarafurða hefur fækkað mjög á undanförnum árum en engu að síður er enn til staðar öflug framleiðsla og útflutningur saltfiskafurða frá Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

Greindu frá saltfiskverkefnum

Einn helsti samstarfsaðili ÍSF frá stofnun 2008 hefur verið Matís sem unnið hefur fjölmörg rannsóknaverkefni í samstarfi við félagið og var á aðalfundinum flutt tvö erindi um slík samstarfsverkefni.

Davíð Gíslason, verkefnastjóri hjá Matís fór yfir stöðu verkefnisins „Saltfisksvindl - Eftirlit og upprunavottun fyrir Íslenskar saltfiskafurðir“. Verkefnið er unnið af Matís, í samstarfi við saltfiskframleiðendur og er markmið að þróa skilvirkar aðferðir til að greina og sannreyna uppruna saltfisks.

„Nú þegar hefur verkefnið leitt í ljós áhugaverðar staðreyndir í þessum efnum. Verkefnið er enn í vinnslu og endanlegra niðurstaðna er að vænta fljótlega,“ segir í tilkynningunni.

Kolbrún Sveinsdóttir flutti erindi á fundinum.
Kolbrún Sveinsdóttir flutti erindi á fundinum. Ljósmynd/ÍSF

Þá flutti Kolbrún Sveinsdóttir erindið „Er saltfiskur í boði“. Kolbrún er verkefnastjóri hjá Matís og gestaprófessor við matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Hún hefur í starfi sínu hjá Matís stýrt saltfisktengdum verkefnum Matís sem hún greindi frá í erindi sínu.

„Matís gerði árið 2019, könnun á neyslu viðhorfum gagnvart saltfiski og voru niðurstöður þeirrar könnunar afar áhugaverðar. Ímynd saltfisks á Íslandi skiptir miklu máli fyrir útflutning og markaðsstarf erlendis. Saltfiskur er sögu- og menningarleg arfleifð sem Íslendingar eiga að vera stoltir af.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 602,49 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 439,30 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 409,81 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.224 kg
Þorskur 973 kg
Samtals 2.197 kg
18.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 267 kg
Þorskur 230 kg
Ufsi 22 kg
Keila 11 kg
Langa 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 542 kg
18.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 114 kg
Ýsa 92 kg
Langa 28 kg
Ufsi 13 kg
Hlýri 4 kg
Keila 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 256 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 602,49 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 439,30 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 409,81 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.224 kg
Þorskur 973 kg
Samtals 2.197 kg
18.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 267 kg
Þorskur 230 kg
Ufsi 22 kg
Keila 11 kg
Langa 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 542 kg
18.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 114 kg
Ýsa 92 kg
Langa 28 kg
Ufsi 13 kg
Hlýri 4 kg
Keila 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 256 kg

Skoða allar landanir »