Meðalverð á þorski og ýsu sem selst á fiskmörkuðum landsins hefur aukist með áberandi hætti frá upphafi fiskveiðiársins 24/25. Mest hefur verð á slægðri ýsu aukist en hækkunin nemur tæplega 43%.
Þetta er meðal þess sem má lesa úr gögnum Reiknistofu fiskmarkaða (RSF), en hægt er að fylgjast með verðþróun á afurðaverðssíðu 200 mílna.
Athygli vekur að minna en helmingur þess magns af þorski og ýsu sem fór á fiskmarkaði í september og október hefur ratað á markaðina það sem af er nóvember, þrátt fyrir að meira en helmingur af mánuðinum er liðinn. Má ætla að framboð hafi haft þó nokkur áhrif á verð.
Í september var meðalverð á óslægðum þorski tæpar 508 krónur á kíló og hefur hækkað lítillega, en það sem af er nóvember hefur meðalverð á óslægðum þorski verið um 547 krónur. Nokkuð meiri hækkun hefur verið í slægðum þorski og hefur meðalverðið aukist um rúm 25% úr um það bil 444 krónum á kíló í 556 krónur.
Sem fyrr segir hefur átt sér stað myndarleg hækkun meðalverðs ýsu og hefur óslægð ýsa verið seld fyrir 348 krónur á kíló það sem af er nóvember, en í september nam meðalverðið um 260 krónur. ‚a sama tíma hefur meðalverð á slægðri ýsu aukist úr 234 krónum í septemebr í 334 krónur á kíló það sem af er nóvember.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.11.24 | 570,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.11.24 | 574,94 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.11.24 | 417,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.11.24 | 395,13 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.11.24 | 252,74 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.11.24 | 331,19 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.11.24 | 421,66 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
19.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.348 kg |
Ýsa | 34 kg |
Samtals | 1.382 kg |
19.11.24 Grímsey ST 2 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 3.316 kg |
Sandkoli | 1.278 kg |
Þorskur | 665 kg |
Skarkoli | 438 kg |
Skrápflúra | 289 kg |
Þykkvalúra | 64 kg |
Samtals | 6.050 kg |
19.11.24 Lizt ÍS 153 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 783 kg |
Þorskur | 252 kg |
Samtals | 1.035 kg |
19.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 17.470 kg |
Ufsi | 11.535 kg |
Samtals | 29.005 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.11.24 | 570,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.11.24 | 574,94 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.11.24 | 417,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.11.24 | 395,13 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.11.24 | 252,74 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.11.24 | 331,19 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.11.24 | 421,66 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
19.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.348 kg |
Ýsa | 34 kg |
Samtals | 1.382 kg |
19.11.24 Grímsey ST 2 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 3.316 kg |
Sandkoli | 1.278 kg |
Þorskur | 665 kg |
Skarkoli | 438 kg |
Skrápflúra | 289 kg |
Þykkvalúra | 64 kg |
Samtals | 6.050 kg |
19.11.24 Lizt ÍS 153 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 783 kg |
Þorskur | 252 kg |
Samtals | 1.035 kg |
19.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 17.470 kg |
Ufsi | 11.535 kg |
Samtals | 29.005 kg |